is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12954

Titill: 
  • Rafeindasmásjárathugun á áhrifum úsnínsýru á krabbameinsfrumur úr frumulínum Capan-2 og T47-D
  • Titill er á ensku A study of the effects of usnic acid on cancer cell lines Capan-2 and T47-D by electron microscopy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi örvera. Úr fléttum hafa verið einangruð ýmis efni með líffræðilegar verkanir. Þar á meðal er úsnínsýra. Úsnínsýra hefur m.a. verið notuð í snyrtivörur og í megrunarlyf. Sýnt hefur verið fram á bakteríudrepandi áhrif hennar, hemjandi áhrif á vöxt krabbameinsfruma og áhrif hennar á orkubúskap mannafruma í rækt. Frumur sem verða fyrir álagi eiturefna geta brugðist við því með sjálfsáti eða stýrðum frumudauða en geta einnig dáið drepdauða. Þessir ferlar eru samofnir á ýmsa þekkta og óþekkta vegu. Sjálfsát er viðbragð sem heldur uppi framboði næringar í svelti og losar frumuna við sködduð frumulíffæri eða aðskotahluti. Það getur leitt til dauða frumunnar ef það gengur of drjúgt á líffæri hennar.
    Markmiðið með rannsókninni er að athuga smásæ áhrif úsnínsýru á krabbameinsfrumur.
    Efniviður og aðferðir: Áhrif úsnínsýru á krabbameinsfrumulínur Capan-2 úr brisi og T47-D úr brjósti í styrkjum 2,5 og 5,0 μg/mL voru athuguð í rafeindasmásjá og borin saman við frumur í leysisviðmiði (DMSO) og hreinu viðmiði. Frumurnar voru útsettar fyrir sýrunni í 24 tíma en þá voru þær hertar í glútaraldehýði, þeim komið fyrir í geli, þurrkaðar og svo steypt inn í resínkubba. Kubbarnir voru skornir í sneiðar sem voru litaðar með blýsítrati fyrir skoðun í rafeindasmásjá. Myndir teknar í rafeindasmásjá voru framkallaðar á filmu og hún skönnuð inn í tölvu þar sem birta og skerpa voru stillt.
    Niðurstöður: Sjálfsát virtist aukast í Capan-2 en ekki T47-D eftir 24 klst útsetningu fyrir úsnínsýru. Viðmið í DMSO leysi ásamt æti og hinsvegar hreint viðmið í æti sýndu sjálfsát en ekki nærri eins langt gengið. Frumulíffæraskemmdir voru ekki greindar afgerandi. Tilraun með Capan-2 var framkvæmd tvisvar sinnum en T47-D einu sinni.
    Umræða og ályktanir: Úsnínsýra hefur í fyrri rannsóknum sýnt vaxtarhamlandi og deyðandi áhrif á frumur í rækt. Vaxtarhamlandi verkun hennar stafar sennilega af orkutapi sem hún veldur í frumum vegna áhrifa á hvatbera en hún hefur einnig áhrif á p53 og AMP kínasa sem geta hvatt virkni hvors annars og haft áhrif á mTOR boðleiðina. Í framhaldi af því virkjast ferlar sem leiða til sjálfsáts líkt og þessi rannsókn sýnir.
    Lykilorð: Lífvísindi, læknisfræði, frumulíffræði, rafeindasmásjá.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafeindasmásjárathugun á áhrifum úsnínsýru á krabbameinsfrumur úr frumulínunum Capan-2 og T47-D-copy4.pdf40.22 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Rafeindasmásjárathugun á áhrifum úsnínsýru á krabbameinsfrumur úr frumulínunum Capan-2 og T47-D - Forsíða.pdf41.84 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Már Egilsson.pdf463.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF