en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12955

Title: 
  • is Viltu vera memm eftir 67 ára? : grundvöllur þroskaþjálfa á öldrunarheimilum
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • is

    Í þessari ritgerð verður skoðað hvort grundvöllur sé fyrir þroskaþjálfa á öldrunarheimilum. Gerð var rannsókn í þeim tilgangi. Tekin voru viðtöl við þrjá starfandi þroskaþjálfa á öldrunarheimilum þar sem rannsóknarspurningar voru eftirfarandi: Hvernig nýtast þroskaþjálfar inni á öldrunarheimilum? Hvert er starf þeirra þar? Í ritgerðinni verður gert grein fyrir niðurstöðum úr þeirri rannsókn. Sjónum verður beint að öldrun og öldrunarheimilum út frá félagsþörf mannsins og skoðað hvað sé í boði eftir 67 ára aldur á öldrunarheimilum og utan þeirra til þess að uppfylla þær félagslegu þarfir sem maðurinn hefur. Leitast verður við að tengja saman kenningar um öldrun og félagsþörf. Að lokum munu nokkur úrræði verða kynnt til úrbóta, eins og Eden hugmyndafræðin, hugmyndafræði Lífsneistans og Notendastýrð persónuleg aðstoð sem að mati höfundar ættu að vera í boði á öllum öldrunarheimilum. Í rannsókninni kom meðal annars fram að áherslur í starfi þurfa að breytast og þroskaþjálfar geta nýtt bakgrunn sinn, reynslu og menntun til góðs og lagt sitt að mörkum. Starf þroskaþjálfa er lítið þekkt sem starfsstétt á öldrunarheimilum og eru tiltölulega fáir þroskaþjálfar sem starfa á þeim vettvangi. Ljóst er að námsáherslur þurfa að breytast þar sem aukin fræðsla og sérhæfing innan öldrunargeirans stæði til boða. Með jákvæðu umtali og hvatningu er hægt að opna augu verðandi sem starfandi þroskaþjálfa fyrir því spennandi starfi og þeim fjölbreyttu möguleikum sem þeirra bíður inni á öldrunarheimilunum.

Accepted: 
  • Sep 12, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12955


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-viltu vera memm eftir 67 ára.pdf525.93 kBOpenHeildartextiPDFView/Open