is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12957

Titill: 
  • Sjónarhorn verkefnastjórnunar á leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands
Skilað: 
  • Maí 2012
Útdráttur: 
  • Til þess að bregðast við aukinni gæðakröfu samfélagsins ákvað evrópska knattspyrnusambandið að öll knattspyrnufélög, sem hefðu keppnisleyfi á mótum sambandsins, skyldu undirgangast leyfiskerfi þar sem félögin þyrftu að uppfylla ákveðnar kröfur. Í kjölfarið ákvað Knattspyrnusamband Íslands að taka upp leyfiskerfi í efstu deildum landsins til þess að þau félög, sem ynnu sér rétt til að leika í Evrópukeppni, hefðu tilskilin leyfi. Þessi grein fjallar um stjórnun leyfiskerfis KSÍ frá sjónarhorni verkefnastjórnunar. Höfundur notast við níu kenningaskóla verkefnastjórnunar til þess að skoða og greina virkni verkefnastjórnunar innan leyfiskerfisins. Tekið var viðtal við leyfisstjóra Knattspyrnusambandssins til þess að öðlast innsýn í stjórnun leyfiskerfisins. Niðurstöður viðtalsins eru metnar út frá kenningaskólunum í þeim tilgangi að koma auga á þá þætti leyfiskerfisins sem mikilvægast er að stjórna.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Egill_Þorsteinsson.pdf1.49 MBLokaðurHeildartextiPDF