is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12965

Titill: 
  • Starfskenning og starfsþróun þroskaþjálfa : gildi þroskaþjálfunar innan grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að beina sjónum að hlutverki þroskaþjálfa sem starfa innan grunnskóla. Í því skyni verður áhersla lögð á starfskenningu þeirra og forsendur starfsþróunar. Í rannsókninni var rætt við fimm þroskaþjálfa sem starfa á mismunandi vettvangi innan grunnskóla. Í viðtölunum koma fram sjónarhorn þeirra á fagmennsku og mótun starfshátta í starfi innan skólans. Tveir viðmælandanna starfa sem ráðgjafaþroskaþjálfar og hafa langa starfsreynslu á þessum vettvangi. Önnur þeirra starfar innan sérskóla en aðrir viðmælendur í almennum skóla. Þrjár þeirra hafa útskrifast á síðustu fimm árum og eru einu þroskaþjálfarnir í sínum skóla.
    Markmið verkefnisins var að skoða þá þætti sem móta starfskenningu þroskaþjálfa sem starfa í grunnskólum í ljósi þeirrar hugmyndafræði sem þeir tileinka sér. Einnig er horft til starfsþróunar í gegnum árin. Starfskenning þroskaþjálfa er unnin í formi starfssögu þar sem rannsóknarspurningar og undirmarkmið eru höfð að leiðarljósi.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að þroskaþjálfar eru enn að sanna sig sem fagmenn innan vettvangsins sem gerir það að verkum að þeir eru ekki eins sýnilegir innan hans eins og aðrar fagstéttir. Starf þroskaþjálfa hefur hins vegar orðið eftirsóttara með árunum og hefur skólastofnunin í auknum mæli verið að sækjast eftir fagþekkingu þeirra. Þekking og sýn þroskaþjálfa er mikilvæg innan skólans sérstaklega þar sem eru fatlaðir nemendur og nemendur með sérþarfir. Þroskaþjálfi stendur vörð um réttindi nemenda sinna og stuðlar að fullri þátttöku þeirra innan skólasamfélagsins. Lykilatriði innan starfsins er réttindagæsla þar sem barist er fyrir bættum kjörum fatlaðs fólks auk þess sem unnið er að jákvæðum viðhorfum og skilningi í garð þeirra. Gott samstarf og samskipti við nemendur, aðstandendur og samstarfsmenn eru einnig mikilvægir þættir í starfinu. Einnig telja þroskaþjálfar mikilvægt að sækja sér endurmenntun og fræðslu og að fylgjast með nýjungum í starfi. Áhugavert er að kynna sér og skoða hugmyndafræðina um sjálfstætt líf sem er notendastýrð persónuleg aðstoð unnin á grundvelli notandans. Hún gefur notandanum færi á að njóta þátttöku í samfélaginu sem talin er sjálfsögð fyrir aðra einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf536.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna