is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12967

Titill: 
  • Verkfærakista hins íslenska verkefnastjóra : hvaða tæki og tól eru raunverulega notuð?
Skilað: 
  • Maí 2012
Útdráttur: 
  • Verkefnastjórar nota ýmis tæki og tól í starfi sínu til að halda utan um og stjórna verkefnum. Markmið með þessari grein er að varpa ljósi á hvaða tæki og tól íslenskir verkefnastjórar nota í starfi sínu og kanna hvaða tæki og tól hafa bestu áhrifin á árangur verkefna að mati íslenskra verkefnastjóra. Nota íslenskir verkefnastjórar tækin og tólin mikið eða þekkja þeir jafnvel fræðin illa? Einnig verður skoðað sérstaklega hvort aldur og sérhæfð menntun í verkefnastjórnun hefur áhrif á val verkefnastjórans á tækjum og tólum. Rannsóknaraðferð var megindleg og spurningalisti var sendur til 253 verkefnastjóra. Heildarsvörun í rannsókninni var 35%. Helstu niðurstöður sýna að klassísk tæki og tól verkefnastjórnunar eru vinsæl hjá íslenskum verkefnastjórum en ónýtt virði liggur í öðrum þáttum, svo sem gæðaáætlun, gagnagrunnum um lærdóm, mati á verkefnishóp og hópefli. Einnig kom í ljós að mikil skipting virtist vera á því hverjir notuðu hvaða tæki og tól en þar má nefna að yngri verkefnastjórar virtust nota mun minna af tækjum og tólum en þeir eldri. Svipuð rannsókn hefur ekki áður verið gerð á Íslandi svo vitað sé og niðurstöður því hugsaðar sem viðbót við þá þekkingu sem nú þegar er til staðar um verkefnastjórnun á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tæki og tól verkefnastjórans - Anna Gyða Pétursdóttir.pdf893.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna