Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/12968
Fagsvið þroskaþjálfa hefur verið að færast inní skólakerfið á undanförnum árum, þar á meðal inní grunnskólanna. Hlutverk þeirra innan grunnsólans hefur ekki verið rannsakað en það er mat höfunda að eitt af hlutverkum þeirra eigi að vera að efla félagsfærni barna. Í dag er skólinn fyrir alla nemendur og því er mikilvægt að þörfum þeirra sé sinnt, ekki einungis námslegum þörfum heldur líka félagslegum. Þegar lög og reglugerðir um grunnskóla eru skoðuð kemur í ljós að aukin áhersla er lögð á félagsfærni barna og styður það hugmyndir höfunda að því beri að sinna vel. Félagsfærni er færnin til að eiga í félagslegum samskiptum við aðra og henni tengjast hugtökin félagsauður, félagsmótun og sjálfsmynd. Hún er ekki endilega sjálflærð hjá börnum en til eru leiðir til að efla félagsfærnina. Þetta eru leiðir sem þroskaþjálfar geta nýtt í starfi sínu innan grunnskólans. Í þessari ritgerð verður fjallað um leiðir sem hægt er að styðjast við þegar kemur að því að efla félagsfærni barna. Fjallað verður um CAT kassann, Félagsfærnisögur, Stig af stigi og Vini Zippýs. Þessar leiðir eiga það sameiginlegt að styrkja sjálfsmynd, sjálfsstjórn, auka þekkingu á eigin tilfinningum og færnina í að setja sig í spor annarra. Allt þetta getur hjálpað nemandanum til að skilja betur félagslegar aðstæður og mynda vináttu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_félagsfærni barna.pdf | 443,66 kB | Open | Heildartexti | View/Open |