is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12974

Titill: 
  • Hestamennska án hindrana : valkostur fyrir alla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hestamennska er mjög vinsæl tómstundaiðja hér á landi og hefur verið stunduð til fjölda ára. Þrátt fyrir fjöldann allan sem í boði er af reiðnámskeiðum víða um land hafa möguleikar fatlaðs fólks til þátttöku verið fáir þegar kemur að hestamennsku og þá sérstaklega fullorðins fólks. Sjúkraþjálfunarþátturinn hefur mest verið notaður hér á landi og verið fjallað um hann en félagslegi þátturinn hefur ekki verið skoðaður og því mikil þörf á því að skoða það betur. Markmið með þessu verkefni er að sýna fram á að það geta allir stundað hestamennsku óháð skerðingu og einnig að skoða hvað félagslegi þáttur hestamennskunnar getur gefið einstaklingum sem stunda hana. Á hestbaki er hægt að líta á fötlunina sem aðstæðubundna, vegna þess að með réttu hugarfari og rétta hestinum geta allir tekið þátt, hver á sínum forsendum. Til þess að gefa sem besta mynd af félagslega hluta hestamennskunnar tók ég eigindleg viðtöl við tvo fatlaða einstaklinga sem stundað hafa hestamennsku um tíma. Mér finnst mikilvægt að setja verkefnið fram í formi bæklings með ljósmyndum því mér finnst það segja söguna best. Niðurstöður verkefnisins varpa einnig ljósi á að hestamennska getur haft víðtæk áhrif á líf fatlaðs fólks. Ávinningurinn felst meðal annars í betri líkamlegri og andlegri líðan og meiri félagslegri þátttöku. Hestamennska er talin mjög valdeflandi fyrir fatlað fólk og eykur á sjálfstæði einstaklingsins.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hestamennska.pdf344.08 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
hestamennskaRaf.pdf1.28 MBOpinnBæklingur PDFSkoða/Opna