en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/12983

Title: 
  • Title is in Icelandic „Ef það sé takki þá er tími." Upplifun „kvennastétta" í kvikmyndaiðnaði
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur rannsóknar var að kanna upplifun kvenna sem starfa í „kvennastéttum” innan kvikmyndaiðnaðar á vinnuumhverfi og aðstæðum. Einnig var komið inn á samspil heimilis og óreglulegs vinnutíma sem einkennir iðnina, en rannsóknir benda til að mæður upplifi fremur streitu og erfiðleika við að samþætta atvinnu og heimilislíf en feður. Í tengslum við það voru tekin hálfstöðluð viðtöl samkvæmt eigindlegum aðferðum við fimm konur sem starfa í búninga- og förðunardeildum og hafa jafnframt víðtæka og langa starfsreynslu. Helstu niðurstöður rannsóknar voru þær að þrátt fyrir að kvikmyndaiðnaðurinn hafi tekið jákvæðum breytingum á síðustu misserum, skilvirkni fyrirtækja aukist og verkefnavinna sé stöðugri nú en nokkru sinni er víða pottur brotinn í vinnumhverfi og aðstæðum. Það felst meðal annars í því að skortur er á skilningi á eðli og umfangi starfsins bæði frá framleiðslufyrirtækjum og skattayfirvöldum, en ekki síður að ekkert sérhæft verkalýðs/ stéttarfélag er við lýði sem heldur utan um hag og réttindi fagfólks, sem eingöngu vinnur á grundvelli verktakasamninga. Af niðurstöðum má ráða að mikilvægt er að koma á sérhæfðu verkalýðs/stéttarfélagi sem setur ramma utan um matartíma, kaffihlé, hvíldartíma og aðstoðar fagfólk við gerð samninga. Samtvinnun heimilislífs og vinnuskyldna var afar mismunandi og fór eftir hvort maki hafði skilning og/eða þekkingu á eðli tarna/ verktakavinnu. Álag og streita sem fylgir starfinu er mikil, en engu að síður sjá viðmælendur mínir sig hvergi annars staðar og upplifa ánægju í starfi. Skapandi hlið vinnunnar og sjálfstæði er þeim að skapi og ofarlega í huga þeirra er ánægja við að fá tækifæri til að vinna við það sem þeim finnst skemmtilegt.

Accepted: 
  • Sep 12, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12983


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ef það sé takki þá er tími.pdf631.4 kBOpenHeildartextiPDFView/Open