is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12989

Titill: 
 • Farið yfir línuna : áhrif foreldratengsla, félagatengsla og sjálfsálits á áhættuhegðun unglinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar er að fá innsýn í upplifun fólks, sem vinnur með nemendum í 10. bekk, á áhættuhegðun. Áhersla var lögð á foreldratengsl, félagatengsl og sjálfsálit unglinga og hvernig þessir þættir hafa áhrif á áhættuhegðun.
  Áhættuhegðun er ákveðið hegðunarmynstur sem getur haft neikvæðar afleiðingar á líf einstaklinga. Hún getur birst í hinum ýmsu myndum, til að mynda í vímuefnaneyslu. Margt getur haft áhrif á þessa hegðun en í þessari ritgerð voru þrír þættir skoðaðir. Foreldratengsl eru útskýrðir út frá kenningum Diönu Baumrind um uppeldishætti foreldra. Fjallað er um félagatengsl sem vináttu og félagslegan stuðning jafningja og sjálfsálit er útskýrt sem tilfinningarlegt heildarmat einstaklings á sjálfum sér.
  Verkefnið var unnið bæði sem rannsóknarritgerð þar sem fræðilegum heimildum um efnið var safnað en einnig sem eigindleg rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við þrjá einstaklinga. Tekin voru tvö viðtöl við starfsmenn félagsmiðstöðva og eitt viðtal við námsráðgjafa. Viðmælendur voru valdir með markvissu úrtaki.
  Við úrvinnslu heimilda kom í ljós að tíðni áhættuhegðunar hér á landi hefur dregist saman síðustu ár. Þrátt fyrir það, er mikilvægt að gera sér grein fyrir að hún er til staðar og hvernig nánasta umhverfi getur haft áhrif. Unglingar með lélegt sjálfsálit, sem eiga erfitt félagslega eða koma frá erfiðum heimilisaðstæðum eru líklegri til þess að leiðast út í áhættuhegðun. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru þeir unglingar sem búa við leiðandi uppeldi ólíklegri til þess að leiðast út í áhættuhegðun. Þeir fá mikinn stuðning frá foreldrum sínum og þeim er sýnd mikil hlýja. Þeir unglingar hafa einnig betra sjálfsálit sem gerir þá líklegri til þess að halda sig frá áhættuhegðun af hvers konar tagi. Félagatengsl hafa einnig verið rannsökuð og hafa niðurstöður leitt í ljós að góður félagslegur stuðningur virki sem forvörn.
  Þessir þrír þættir, foreldratengsl, félagatengsl og sjálfsálit unglinga haldast í hendur og geta þeir því haft keðjuverkandi áhrif. Foreldratengsl hafa gífurlegt vægi á einstaklinginn, þroska hans og samskiptahæfni og eru þau að mörgu leyti grunnur að öðrum samskiptum. Þó ber að hafa í huga að á unglingsárunum fara einstaklingar að bera sig að hvor öðrum og mynda sér sín eigin viðmið og gildi. Ef grunnurinn er góður, eru samskiptin góð sem leiðir í flestum tilfellum til betra sjálfsálits og minni áhættuhegðunar.
  Það er einnig mikilvægt að hafa í huga að unglingsárin eru eitt aðal mótunartímabil einstaklings og þarf hann því á öllum þeim stuðningi að halda sem hægt er að fá úr umhverfi hans.

Samþykkt: 
 • 12.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.pdf658.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna