is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12991

Titill: 
  • Fá syfjaðir unglingar lægri einkunnir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna svefnvenjur unglinga og athuga hvort þær hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Verkefnið er byggt á rannsóknargögnum frá Námsmatsstofnun og fræðilegum heimildum sem fjalla um líffræðilegar breytingar á svefnmynstri unglinga, tengsl svefns og námsárangurs og tengsl svefns og þunglyndis. Breytingar á hormónaframleiðslu á unglingsárum valda því oft að unglingar verði þreyttir seinna á kvöldin en þeir urðu sem börn. Þessar breytingar valda því breyttu svefnmynstri sem hefur oft í för með sér minni svefn á nóttu hverri. Rannsóknir hafa sýnt fram á að minni svefn getur haft í för með sér verri líðan og lakari námsárangur. Lítið er til af íslenskum heimildum um svefn unglinga í tengslum við námsárangur. Rannsóknargögnin voru fengin hjá Námsmatsstofnun en þau eru svör unglinga í 10. bekk við spurningalista sem lagður var fyrir samhliða samræmdum könnunarprófum haustið 2011. Spurningalistinn innihélt spurningar sem lutu meðal annars að svefnvenjum og líðan unglinganna. Svörin voru síðan borin saman við námsárangur, þ.e. einkunnir unglinga á samræmdu könnunarprófunum í íslensku og stærðfræði. Niðurstöðurnar sýndu neikvæða fylgni á milli svefns og líðanar, þ.e. minni svefn og verri líðan fylgjast að. Einnig fannst neikvæð fylgni á milli svefns og námsárangurs, þ.e. tengsl eru á milli minni svefn og lakari árangurs. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að foreldrar séu vakandi fyrir hversu mikið börn þeirra þurfa að sofa á unglingsárunum. Einnig geta niðurstöður þessar verið gagnlegar fyrir kennara og skólastjórnendur þar sem unglingum gæti, sökum breyttra svefnvenja, gagnast að byrja í skólanum seinna á morgnana.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fá syfjaðir unglingar lægri einkunnir.pdf816.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna