is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12993

Titill: 
  • Látum kynheilbrigði unglinga okkur varða : kynhegðun unglinga og formleg og óformleg kynfræðsla þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð fjallar um kynhegðun og formlega og óformlega kynfræðslu unglinga. Tilgangur þessarar ritgerðar var að öðlast sýn á kynhegðun unglinga og fá innsýn í kynfræðslu frá skólum, foreldrum, jafningjum, klámi, stofnunum og samtökum. Einnig var tilgangurinn að skoða viðhorf unglinga til bæði formlegrar og óformlegrar kynfræðslu. Viðhorf unglinga til kynlífs er orðið frjálslegra en áður var og þeir farnir að prófa sig meira áfram í kynlífi. Þar af leiðandi er mikilvægt að gæði kynfræðslu séu mikil og í samræmi við það sem unglingarnir eru að ganga í gegnum hverju sinni. Fyrirkomulag kynfræðslu er mismunandi eftir skólum en samkvæmt íslenskum lögum er kynfræðsla skylda í öllum grunnskólum en ekki í framhaldsskólum. Samkvæmt viðhorfum unglinga er kynfræðslan í skólum of lítil, einhæf, tengist ekki þeirra áhugasviði og ekki í takt við kynhegðun þeirra. Kynfræðsla foreldra er mikilvæg fyrir kynhegðun unglinga þar sem rannsóknir hafa sýnt að fræðslan stuðlar að auknu kynheilbrigði unglinga. Kynfræðsla foreldra er hins vegar mun minni en hún ætti að vera og ekki á því formi sem unglingarnir eru að sækjast eftir. Unglingar ræða mikið um kynferðisleg málefni við jafningja sína og því meiri sem umræðurnar eru, því frjálslegra viðhorf hafa þeir gagnvart kynlífi. Vegna aukins aðgengis að klámi sjá unglingar meira af því og rannsóknir benda til þess að klámið hafi slæm áhrif á kynheilbrigði unglinga.

Athugasemdir: 
  • Kynhegðun unglinga og formleg og óformleg kynfræðsla þeirra
Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Látum kynheilbrigði unglinga okkur varða.pdf753.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna