is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12995

Titill: 
 • ART þjálfun í leikskólum : mat kennara og foreldra á félagsfærni og erfiðri hegðun leikskólabarna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á félagsfærni, hegðunarerfiðleikum, tilfinningavanda og vanda í samskiptum, að mati kennara og foreldra, eftir því hvort börnin fengu ART þjálfun (e. Aggression Replacement Training) í leikskólanum eða félagsfærniþjálfun með öðrum hætti. Einnig var kannað hvort umfang ART þjálfunar og framkvæmd (e. treatment fidelity) hafi áhrif á ofangreinda þætti.
  Þátttakendur voru kennarar og foreldrar 108 leikskólabarna úr tveimur elstu árgöngunum sex leikskóla á Suðurlandi. Valdir voru þrír leikskólar þar sem ART þjálfun var notuð og þrír leikskólar til samanburðar sem notuðu aðrar leiðir til eflingar félagsfærni. Rannsóknin var framkvæmd í nóvember og desember 2010 og voru spurningalistar lagðir fyrir kennara og foreldra. Annarsvegar ART spurningarlisti (e. ART skillstreaming checklist) (Goldstein & McGinnis, 2003) og hins vegar Listi um styrk og vanda (e. Strengths and Difficulties Questionnaire, SDQ) (Goodman, 2009). Svarhlutfall var 69,6% í ART leikskólunum og 63% í samanburðarskólunum. Umfang ART þjálfunar var metið út frá upplýsingum frá leikskólastjórum um fjölda tíma sem fóru í ART þjálfun á viku. Framkvæmd ART þjálfunar í hverjum leikskóla var metin með upplýsingum frá leikskólastjórum og með vettvangsathugun.
  Munur á mati kennara og foreldra á félagsfærni, hegðunarerfiðleikum, tilfinningavanda og vanda í samskiptum milli leikskóla var kannaður með Wilcoxon prófi. Fylgni milli umfangs ART þjálfunar og fylgibreyta var reiknuð með Spearman´s rho prófi. Einnig var það próf notað til að reikna fylgni milli framkvæmdar ART þjálfunar og fylgibreyta.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að börnin í samanburðarskólunum voru með marktækt meiri færni á fleiri atriðum sem mátu félagsfærni, hegðunarerfiðleika, tilfinningavanda og vanda í samskiptum að mati kennara og foreldra en börnin sem fengu ART þjálfun. Hluti skýringar á þessum mun gæti verið sá að ART kennarar séu nákvæmari í mati sínu á lærðri færni, þar sem í ART þjálfun er lögð áhersla á að börn sýni tiltekin skref í færniþáttum til að teljast fullnuma í þeim. Fylgni reyndist milli umfangs ART þjálfunar og atriða sem mátu hegðunarvanda, tilfinningavanda og vanda í samskiptum. Einnig var fylgni milli framkvæmdar ART þjálfunar og atriða sem mátu sömu þætti. Engin fylgni var við atriði sem mátu félagsfærni. Erfitt er að túlka niðurstöðurnar þar sem rannsóknin felur ekki í sér samanburð á færniþáttum barnanna fyrir og eftir upphaf ART þjálfunar. Mögulegt er að færni barnanna í skólunum hafi verið mismunandi fyrir upphaf ART þjálfunarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  ART in preschools. Teachers´ and parents´ evaluation of
  preschool children’s social skills and problem behaviour
  The aim of this research was to examine whether there was a difference in teachers´ and parents´ evaluation of children’s social skills, behavioural, emotional and communicational problems depending on whether the children received ART (Aggression Replacement Training) in their preschool or not. It was also examined if the weekly duration of ART in the preschools and treatment fidelity had an effect on the aforementioned variables.
  Participants were teachers and parents of 108 preschool children, 4 to 5 years old, from the two oldest classes in six preschools located in southern Iceland. In three of the preschools ART was used to foster children’s social skills and in the other three preschools alternative programs were used. Two questionnaires, ART skillstreaming checklist (Goldstein & McGinnis, 2003) and Strengths and Difficulties Questionnaire (SDQ) (Goodman, 2009),were given to the teachers and parents in November and December 2010. The response rate was 69,6% in the preschools that used ART and 63% in the comparison group. Information on the weekly duration of ART was provided by the preschools´ principals, as was information regarding treatment fidelity which was also assessed during direct observation of ART classes. Differences in teachers´ and parents´ ratings between the ART and comparison preschools were calculated with Wilcoxon single rank test. The correlation between the weekly duration of ART and the dependent variables was done with Spearman´s correlation coefficient test. That same test was used to see whether there was correlation between treatment fidelity and the dependent variables. Research results showed that the children in the comparison preschools more often had statistically significantly higher scores than children in ART preschools, according to the teachers´ and parents´ ratings of social skills, behavioural, emotional and communicational problems. Possibly, teachers and parents of children in ART preschools are more demanding or precise in their ratings due to the strict performance criteria aimed for during ART. Correlation was found to be between the weekly duration of ART and 8 certain behavioural, emotional and communication skills and problems. Correlation was also found between treatment fidelity and these same skills and problems. Interpretation of results is difficult due to lack of measures before and after ART. It is possible that there was a pre-existing difference in children’s skills and problems between the ART and comparison preschools. Further limitations of the current research, implications and directions for future research are discussed.

Samþykkt: 
 • 12.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóra_Pétursdóttir_ART_þjálfun_í_leikskólum.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna