is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12997

Titill: 
  • Fjölskyldustefna og forgangsröðun á Landspítala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vegna niðurskurðar eru sjúklingar útskrifaðir æ fyrr heim eftir dvöl á Landspítalanum og hefur umönnunarálag á aðstandendur aukist. Rannsóknir benda til að slíkt álag geti haft heilsufarslega áhættu í för með sér. Í stefnu Landspítalans segir að aukin áhersla í fyrirhuguðum nýjum spítala verði á bráðameðferð og þátttöku og ábyrgð aðstandenda. Í þessari ritgerð verður fjallað um þróun í hjúkrunarþjónustu við aðstandendur sjúklinga Landspítalans. Með hliðsjón af félagsfræðilegum kenningum um stofnanir og samskipti innan þeirra verða starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og samskipti þeirra við aðstandendur skoðuð. Fræðilegt efni bendir til að skilyrði hjúkrunarfræðinga sem lykilpersóna í meðferð sjúklinga og aðstandenda séu háð ramma stofnunarinnar, sem veitir oft takmarkað svigrúm til að starfa eftir faglegum gildum hjúkrunar. Það veldur því að hjúkrunarfræðingar upplifa togstreitu milli þeirra krafna sem stofnunin gerir um skilvirkni og þess að veita aðstandendum stuðning. Þetta vekur upp spurningar um á hvaða hátt gildi umhyggju og ábyrgðar muni birtast í fjölskylduhjúkrun í fyrirhuguðum nýjum spítala og hvaða áhrif það vinnuframlag sem aðstandendum er gert að leggja af mörkum við umönnun í heimahúsi muni hafa á heilsufar þeirra.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klaralokaverkefni.pdf510.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna