is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12999

Titill: 
  • "Þú ert Nonni núll á eftir" : eigindleg rannsókn á upplifun og reynslu feðra af umgengnistálmunum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að veita feðrum sem tálmuð hefur verið umgengni við börnin sín tækifæri til að tjá sig um reynslu sína og upplifun. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: „Hver er upplifun og reynsla feðra af umgengnistálmunum“, „Hvernig upplifa tálmaðir feður þann hluta stjórnsýslukerfisins sem hefur með mál þeirra að segja“, og „Hefur þessi upplifun og reynsla ýtt undir þunglyndi?“ en með síðustu spurningunni kemur undirspurningin „Hvernig hefur aðilinn gert upp þessa reynslu“. Eina skilyrði fyrir þátttöku var að vera faðir og að hafa upplifað umgengistálmanir. Sameiginleg reynsla þeirra snýst í kringum fjögur þemu, samskipti við barnsmóður, kerfið, upplifun af tálmunum og andlegri líðan. Niðurstöðurnar sýna að allir áttu þeir í stormasömum samskiptum við barnsmæður sínar fyrir sambandsslit, þeir telja þau úrræði sem kerfið býður upp á ekki boðleg og í raun ónothæf, upplifun þeirra allra af tálmunum hafa verið neikvæðar auk þess sem andleg líðan þeirra var miður góð á meðan tálmunum stóð. Umgengnistálmanir eru það atferli þegar foreldri sem fer með fullt forræði, eða hefur lögheimili í sameiginlegri forsjá, meinar hinu foreldrinu umgengni og samskipti við börnin sín.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umgengnistálmanir, Halldór Arason.pdf480.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: © 2012 Halldór Arason Ritgerðina má afrita, deila og nota án sérstaks leyfis höfundar, svo framarlega sem eftirfarandi skilyrðum sé hlýtt. Ritgerðina og efni hennar má ekki nota í pólitískum tilgangi, höfundur einn getur ákvarðað hvað telst til pólitísks tilgangs. Gjaldtaka fyrir aðgang eða notkun þessa verks er óheimil í hvaða formi sem er. Rétt skal standa að heimildarnotkun sé vitnað í hana á prenti. Við notkun þessa verks á opinberum vettvangi skal gæta þess að fara rétt með þær staðreyndir sem koma fram í þessu verki. Leiki vafi á því hvort farið sé eftir umræddum skilmálum skal hafa samband við höfund.