is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1432

Titill: 
  • Orð eru til alls fyrst! : um gagnsemi samræðu við kennslu í náttúrufræðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin „Orð eru til alls fyrst“ er tilraun mín til að skoða samræðuna sem kennslutæki og á hvern hátt hún kemur við sögu náttúrufræðikennslu í unglingadeildum íslenskra grunnskóla. Fyrstu kaflar ritgerðarinnar fjalla um ríkjandi ástand í náttúrufræðikennslu á unglingastigi, margumtalaðan vanda hennar og stiklað á stóru í þeirri umræðu sem farið hefur fram í samfélaginu undanfarna tvo til þrjá áratugi. Inn í hina fræðilegu umfjöllun tvinna ég persónulega reynslu mína og skoðanir á málinu. Ég velti fyrir mér hlutverki tungumálsins á þroskaferli mannsins og hvernig tungumál vísindanna og hinn sjálfsprottni skilningur eða forhugmyndir nemenda takast á í kennslustofunni og hvernig samræðan getur flýtt fyrir því að sættir náist. Ég nefni dæmi um nokkur form samræðu, hvernig þau eru og hafa verið nýtt við kennslu. Að lokum reyni ég að leggja mat á það hvort samræðan eigi heima í kennslu náttúrufræðigreina og þá í hvaða formi.

Samþykkt: 
  • 28.11.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
steinthor - ritger.pdf303.43 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
steinthor - Fylgiskjal 2 loka.pdf53.44 kBOpinnFylgiskjal2PDFSkoða/Opna
steinthor - Vi.pdf56.74 kBOpinnFylgiskjal1PDFSkoða/Opna
steinthor - Titils.pdf26.63 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
steinthor - K.pdf50.82 kBOpinnKápa PDFSkoða/Opna