is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39742

Titill: 
  • Áhrif „YAP" og „YAP - 2" á þroska barna með fatlanir : áhrif skipulagðra hreyfitima á vitsmunalegan-, félagslegan- og líkamlegan þroska barna á leik- og grunnskólaaldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu verkefni er að ítreka gildi skipulagðrar og markvissrar hreyfiþjálfunar
    fyrir börn. Íþróttasamband fatlaðra hefur unnið hörðum höndum að því að kynna YAP eða
    „Young Athletes program” á vegum Special Olympics fyrir leikskólum hér á Íslandi. Þar sem
    verkefnið hefur verið tekið fyrir og innleitt í starfið, skín árangurinn hreinlega í gegn. Eftir að
    ég sat kynningar fyrirlestur um YAP hjá Önnu Karolínu framkvæmdarstjóra Special Olympics
    á Íslandi kviknaði áhugi minn fyrir því að skoða hvernig skipulögðum hreyfitímum væri háttað
    á leikskólum og yngstu stigum grunnskóla og hversu áhrifaríkt það væri að innleiða
    skipulagða hreyfitíma í meiri mæli en jafnan er gert á hér á landi. Fyrirlestur Önnu Karolínu
    var hluti af námskeiði á öðru ári í Íþrótta- og heilsufræði sem nefndist „Íþróttakennsla í
    margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfun” sem leitt var af Jóhanni Arnarsyni aðjúnkt við
    Háskóla Íslands, íþróttakennara á starfsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og jafnframt
    leiðbeinanda mínum við þetta verkefni. Í samræðum okkar Jóhanns um YAP og framgang
    þess hér á landi fannst mér eins og möguleikar á svona verkefni vera óteljandi. Mig langaði
    að athuga hvort það væri raunhæft að koma með svona verkefni inn á yngstu stig
    grunnskóla, til að halda þeirri markvissu vinnu sem er í gangi áfram á öðrum stigum
    skólakerfisins.

Samþykkt: 
  • 11.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf31.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Áhrif YAP og YAP - 2 á þroska barna með fatlanir.pdf678.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna