en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13003

Title: 
  • Title is in Icelandic Menningararfur og uppbygging: Verndun og endurreisn gamalla húsa í Fjallabyggð
Submitted: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þegar talað er um gömul hús sem menningararf felur það oftast í sér verndun, uppbyggingu eða endurreisn á húsunum. En hver á að sjá um þessi hús? Ríkið, sveitarfélögin eða einstaklingar. Það er yfirleitt kostnaðarsamt að gera upp hús og halda þeim við og hæpið að lagt sé út í slíkt nema nema hægt sé að nýta húsin í eitthvað arðvænt. Tilgangur þessarar rannsóknar er að öðlast skilning á því hvers vegna einstaklingar ákveða að berjast fyrir verndun og uppbyggingu á gömlum húsum. Höfundur velti því upp hvort sjálfsmynd og minni fólks er það sem drífur fólk áfram og hvað það er sem verður til þess að tiltekin hús teljast frekar þess virði að varðveita. Skiptir bæjarmyndin og áhrif á bæjarfélagið, t.d. ferðaþjónustu, einnig máli? Höfundur tók viðtöl við þrjár manneskjur, átti í samskiptum við þá fjórðu í gegnum vefpóst og tók einnig óformlega könnun á dægursíðunni fésbókinni. Viðtöl voru tekin frá október 2011 fram í júní 2012. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að mikilvægi húss fyrir sjálfsmynd og í minni fólks skiptir mjög miklu máli í ákvörðun þess að telja húsið ómissandi. Einnig skiptir nýting á húsi og það hvort aukning gæti verið í ferðamennsku og betri efnahag bæjarfélagsins miklu máli. Menningartengd ferðaþjónusta getur verið mjög mikilvæg í litlum bæjarfélögum og getur orðið til þess að bæjarfélagið getur stækkað markhóp sinn og þar með aukið ferðamannastraum á svæðið.

Accepted: 
  • Sep 13, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13003


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-KMP.pdf21.61 MBOpenHeildartextiPDFView/Open