Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13004
Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.A. prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þetta er hefðbundin heimildaritgerð þar sem unnið er með fræðilegt efni. Þar má nefna erlendar og íslenskar bækur, rannsóknir, handbækur og fræðslugreinar.
Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvernig börn upplifa ástvinamissi af völdum dauðsfalla með hliðsjón af því hvernig hægt er að styðja við bakið á börnum sem takast á við sorg. Sjónum er beint að sorgarferli barna og upplifun þeirra af dauðanum. Fjallað verður sérstaklega um helstu viðbrögð barna við dauðanum með tilliti til þroska og aldurs. Einnig er gerð grein fyrir því hvernig hægt sé að styðja börn í sorg, þá sérstaklega þegar kemur að hlutverki skólans.
Helstu niðurstöður eru þær að það eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á sorgarviðbrögð barna líkt og aldur og þroski þess, hvernig sorgin bar að og tengsl barnsins við þann látna. Skilningur barna á dauðanum er afar misjafn og fer þá helst eftir aldri og þroska og hvernig þau gera sér grein fyrir dauðanum og sorginni sem fylgir. Til þess að viðbrögð skólans í sorgaraðstæðum séu skjót og fagmannleg þurfa starfsmenn skólans að vera undir það búnir að þurfa að bregðast við sorgaraðstæðum barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ba ritgerð iris hrundh.pdf | 559,77 kB | Lokaður til...27.07.2032 | Heildartexti |