is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13010

Titill: 
  • Slæmar stelpur og góðir gæjar. Ímynd og orðræða um konur í áfengis- og vímuefnaneyslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áfengis- og vímuefnafíkn hefur verið hluti af samfélögum mannkynsins frá örófi alda. Frá því löngu fyrir tímatal okkar hafa menn notað efni úr náttúrunni til að komast í vímuástand og með aukinni þekkingu og tækninýjungum hafa orðið til ný og sterkari lyf sem jafnframt eru mjög ávanabindandi. Það eru þó ekki eingöngu breytingar á vinnslu og framleiðslu efna sem hefur tekið breytingum því miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum og gildum samfélaganna.
    Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á mótun sjálfsmyndar ungs fólks og skiptir þar máli hvernig fréttaflutningur fer fram. Oft er sýnd glansmynd af valdamönnum í undirheimum, glæpagengjum og poppstjörnum á fíkniefnum sem ósjálfrátt verða að fyrirmyndum ungmenna. Stelpur, jafnt sem strákar, sækja í að falla inn í samfélagið, að tilheyra hóp og að vera viðurkennd. Sjálfsmynd þeirra sem einstaklinga mótast þar af leiðandi, í mörgum tilfellum, af æsifréttamennsku og óraunhæfum kröfum samfélagsins fyrir tilstuðlan fjölmiðla.
    Feminískir mannfræðingar hafa skrifað mikið um stöðu kvenna í samfélögum og má þar sjá þau áhrif sem orðræða hefur á viðurkennd gildi og viðhorf innan þjóðfélagsins. Það hefur aftur á móti lítið verið fjallað um þá stöðu sem konur sem haldnar eru áfengis- og vímuefnasjúkdóminum hafa. Í flestum umfjöllunum fræðimanna og blaðamanna eru karlmenn tengdir við sjúkdóminn og því sem almennt er talið tengjast honum. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um hver birtingamynd sjúkdómsins er hjá konum, hvernig þær upplifa sig sem konur, mæður og virka þegna innan samfélagsins samhliða því að vera fíkill.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritg. Þórhildur Edda.pdf251.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna