is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13012

Titill: 
  • Hvenær verðum við fullorðin? Mannfræðilegar vangaveltur um unglingsárin og upphaf fullorðinsára
  • Titill er á ensku When do we become adults? Anthropological speculations on adolescence and the beginning of adulthood
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um unglingsárin og komandi fullorðinsár. Farið verður yfir hvernig mannfræðin nýtist við rannsóknir á umskiptum einstaklinga af barnsaldri yfir á fullorðinsaldur og jafnframt hvernig hægt sé að nýta mannfræðina til þess að skilja þann menningarlega mun sem sjá má á þessu þroskaferli víða um veröld. Fjallað verður um hugtökin unglingsár (e. adolescence) og komandi fullorðinsár (e. emerging adulthood) og skoðað hvernig þau nýtast til útskýringar á aldursskeiðinu. Ritgerðin leitast við að svara því hvenær einstaklingar verða fullorðnir og skoðaðir verða helstu áhrifavaldar á þessu tímabili. Það getur verið einstaklingsbundið sem og menningarbundið hvenær aðilar verða að fullgildum meðlimum samfélags fullorðinna. Síðustu áratugi hefur þetta nýja tímabil í lífi einstaklinga orðið til vegna hærri giftingaraldurs og seinkunar á barneignum þar sem einstaklingar á þessum aldri eru farnir að mennta sig meira en áður og reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Þetta millibilsástand er talið nauðsynlegt fyrir einstaklinga til sjálfsskoðunar og til þess að láta reyna á ýmsa hluti áður en þeir geta tekið að sér hina fullbúnu ímynd fullorðinna. Einkenni tímabilsins í vestrænum samfélögum birtist í einstaklingshyggju og þróun persónueiginleika en í heildina litið virðist sem ferlið sé einstaklingsbundið og að hver og einn upplifi það á sínum hraða á sinn sérstaka hátt.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vala Karen - BA ritgerð- FULLBÚINx copy.pdf625.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna