is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1302

Titill: 
  • Áhrif lífvirkra efna á ríkjandi bakteríur í lúðueldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Starfsemi sem getur haft í för með sér mengun verður að hafa gilt starfsleyfi gefið út af Umhverfisstofnun. Fiskimjölsverksmiðjur eru í þessum hópi en yfirleitt eru þær aðeins starfræktar hluta úr ári. Starfsemi sem getur haft í för með sér mengun verður einnig að hafa grænt bókhald, en það veitir almenningi, félagasamtökum og stjórnvöldum upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í fyrirtækinu. Einnig er sett krafa um að fyrrnefnd fyrirtæki haldi útstreymisbókhald, en markmiðið með því er að safna samanburðarhæfum upplýsingum um útstreymi mengunarefna frá tiltekinni starfsemi.
    Framkvæmdar voru rannsóknir á frárennsli fiskimjölsverksmiðju í Vestmannaeyjum, svifefni, fita, fosfór, köfnunarefni og TOC (total organic carbon, ísl. heildarmagn lífræns kolefnis) voru greind. Niðurstöðurnar eru settar fram í töflum og súluritum en þær sýna að umhverfisálagið vegna verksmiðjunnar er langt yfir viðmiðunarmörkum Umhverfisstofnunar. Þetta gefur þó ekki alls kostar rétta mynd vegna þess að sýnatakan fór fram á hrognatímabili verksmiðjunnar en það er þekkt að lífrænn úrgangur er margfalt meiri á þeim tíma en undir venjulegum kringumstæðum.
    Mengunin sem berst í hafið getur haft víðtæk áhrif, mest mengun berst með frárennsli frá landi eða 44%. Mikið af lífrænu efni er í skólpi en mengun af þeirra völdum eykur álagið á vistkerfið. Lífræn mengunarefni eru ekki skaðleg í sjálfu sér heldur er það fyrst og fremst yfirmagn þeirra sem getur verið skaðlegt lífríkinu. Með aukinni mengun breytist efnasamsetning hafsins ásamt lífríki þess, það hefur ekki einungis áhrif á veiðar og afkomu, heldur hefur það einnig áhrif á loftslag og veðurfar, og þar með á allt líf á jörðinni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
frarennslifes.pdf1.13 MBTakmarkaðurLífvirk efni - heildPDF
frarennslifes_e.pdf96.08 kBOpinnLífvirk efni - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
frarennslifes_u.pdf86.63 kBOpinnLífvirk efni - útdrátturPDFSkoða/Opna