is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13021

Titill: 
  • Staða, tækifæri og upplifun pólskra kvenna í og eftir atvinnuleysi á Íslandi
Skilað: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í upplifun pólskra kvenna á eigin stöðu í íslensku samfélagi í og eftir atvinnuleysi. Rannsóknin byggir á viðtölum við fimm konur sem hafa upplifað að flytja til nýs lands og lent þar í langtímaatvinnuleysi og á viðtölum við tvo starfsmenn Vinnumálastofnunar sem fara með málefni innflytjenda í atvinnuleit. Sjónum var beint að því hvaða afleiðingar konurnar telja flutning til nýs lands og atvinnuleysi í kjölfarið hafi haft á náms- og starfsferil sinn og heilsu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skortur á íslenskukunnáttu virðist vera helsti áhrifavaldur í þróun náms- og starfsferils kvennanna eftir að þær komu til Íslands. Persónuleiki og tengslanet kvennanna virðist einnig hafa áhrif á hversu vel þeim gengur að takast á við atvinnuleysið og afleiðingar þess. Aðgengi innflytjenda að náms- og starfsráðgjöf hjá Vinnumálastofnun gæti verið betra og úrræði fjölbreyttari. Niðurstöðurnar benda til að vinnan sé mikilvæg í lífi þessara kvenna þar sem hún er í mörgum tilvikum helsta tengsl þeirra inn í íslenskt samfélag. Vonast er eftir að niðurstöðurnar hjálpi til þess að auka skilning á stöðu og reynslu kvenna af erlendum uppruna og nýtist í mótun þjónustu og úrræða fyrir innflytjendur.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Júlíana Sveinsdóttir.pdf976.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna