is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13027

Titill: 
  • Rawls á Íslandi
Skilað: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Réttlæti er lykilhugtak þegar talið berst að skipan þjóðfélaga. Margir hafa ritað um réttlætið og skoðanir á því eru skiptar. Fjallað verður um réttlætiskenningu bandaríska heimspekingsins Johns Rawls sem hefur haft mikil áhrif á hugsun þeirra sem láta sig stjórnmálaheimspeki varða. Kenningin felur í sér að skipan samfélagsins skuli vera á þá leið að hinum verst settu þegnum þess sé gert kleift að lifa sómasamlegu lífi og að þeir skuli hagnast á ójafnri skiptingu gæða. Rök Roberts Nozicks gegn kenningu Rawls verða kynnt til sögunnar, en tilkallskenning hans segir til um að einstaklingurinn eigi tilkall til eigna sinna og hæfileika og að afskipti ríkisvaldsins séu óþörf og óréttlát. Umræðan sem skapast hefur á Íslandi um réttlæti hefur oft á tíðum verið áhugaverð, og því verður tæpt á henni. Að lokum verða tölur um atvinnufrelsi ólíkra landa borin saman við hag þeirra verst settu til að skera úr um hvar hinum verst settu vegnar best. Leidd verða að því rök að hið vestræna kapítalíska skipulag lýðræðis sé það sem henti best fyrir hina verst settu og aðra afskipta hópa og uppfylli kröfur Rawls um að hinir verst settu skuli hagnast á ójafnri skiptingu gæða.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
oskarrawls.pdf404.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna