is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13028

Titill: 
  • Titill er á ensku "The response plan was our saviour." Health security and pandemic response: A test-case of the pandemic influenza A(H1N1) in Iceland
  • „Áætlunin var okkar björg." Heilbrigðisöryggi og viðbrögðin við svínainflúensunni A(H1N1) á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Health and security have long been distinct fields, whereby health was only seen as a medical problem and security was a matter of military defence. But when the security debate changed and was redefined and broadened after the Cold War’s end - moving from the security of the state to human values - these two matters merged into one. In cases today of infectious disease and other acute health events that spread across international borders, no country is fully protected. Increased international cooperation is required to prevent further outbreaks and decrease transmission both within and between countries. A country with a good health system, risk assessment and response plan is better able to take on security threats like pandemic and is more likely to be less affected than one that lacks these things, but it still cannot expect to master the challenge without external help.
    The aim of this thesis is to analyze how the Icelandic authorities responded to the Pandemic Influenza A(H1N1) that circled the globe in 2009 and 2010. It is already known that there was a pandemic response plan available in Iceland before the pandemic occurred, but what has not been revealed is how it was used during the pandemic. Two questions are put forward in examining the test-case: (a) was the pandemic defined and handled as a security issue and were the responses adequate and successful (in line with the pandemic response plan)?; and (b) did the pandemic present a sufficient threat to justify and to test the activation of broader, multi-sectoral emergency measures? Seeking answers to these questions, two types of research methods are used. The greater part of the thesis is based on already existing written materials, e.g. books, articles, reports and minutes of meetings, but part of it is also based on interviews with two experts in the Icelandic health security field.
    The main findings are that Icelandic authorities worked mostly according to the response plan and clearly defined and handled the pandemic as more than just a health security issue, as shown by the way they took other aspects of national and societal security into account. Also, it can be concluded that the responses were adequate and successful: the measures taken by the Icelandic authorities prevented more people from getting infected, and avoided further hospitalizations and deaths. Regarding the second question, only part of the response plan was activated and had to be activated to handle the pandemic properly. What was activated was exactly what corresponded to the given need for ensuring the security of the public and the country as a whole; there was no need for broader action as this was not the worst case scenario as put forward in the response plan. Some more detailed lessons can however be drawn from the experience that could help Iceland handle - and learn from - similar crises even better in the future.

  • Heilsa og öryggi voru lengi vel tvö aðskild rannsóknarefni þar sem heilsa var skilgreind sem verkefni læknavísinda og öryggi varðaði hernaðarvarnir ríkja. En þegar öryggisumræðan tók að breytast og öryggishugtakið var endurskilgreint og víkkað eftir að kalda stríðinu lauk, sameinuðust þessi hugtök í eitt; frá því að vera öryggi ríkis yfir í öryggi einstaklinga. Þegar farsóttir eða aðrir skyndilegir atburðir sem geta haft áhrif á heilsu fólks dreifast um ríki heims er ekkert ríki að fullu varið og aukinnar alþjóðasamvinnu er krafist til að koma í veg fyrir og draga úr frekari útbreiðslu, bæði innanlands og milli landa. Ríki með gott heilbrigðiskerfi, áhættumat og viðbragðsáætlun getur betur tekið á öryggisógnum eins og farsóttum og eru líklegri til að verða fyrir minni skaða en þau ríki sem skortir slíkt. Samt sem áður getur ríkið ekki tekist á við ógninni án utanaðkomandi aðstoðar.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig íslensk stjórnvöld brugðust við farsóttinni, hinni svokallaðri svínaflensu, sem breiddist um heiminn 2009 og 2010. Fyrirfram var vitað að á Íslandi væri til staðar viðbragðsáætlun við heimsfaraldri inflúensu en almenningur hefur ekki verið upplýstur um hvernig áætlunin var notuð í faraldrinum. Þess vegna voru tvær spurningar settar fram til að skoða viðbrögðin: (a) var farsóttin skilgreind og meðhöndluð sem öryggisatriði og voru viðbrögðin fullnægjandi og árangursrík (í takt við viðbragðsáætlunina)?; og (b) stafaði það mikil ógn af farsóttinni að hægt sé að réttlæta og láta reyna á virkjun víðtækra og fjölbreytilegra neyðaraðgerða? Til að leita svara við þessum spurningum var stuðst við tvenns konar gagnaöflun. Ritgerðin byggir að stórum hluta á fræðilegum heimildum, svo sem bókum, greinum, skýrslum og fundargerðum en einnig á viðtölum sem tekin voru við tvo sérfræðinga á sviði heilbrigðisvarna fyrir Ísland.
    Helstu niðurstöður eru þær að íslensk stjórnvöld unnu að mestu út frá viðbragðsáætluninni og greinilegt er að farsóttin var skilgreind og meðhöndluð sem meira en einungis mál heilbrigðisöryggis, sem sést á því að atriði er varða þjóðaröryggi og samfélagslegt öryggi voru hluti af viðbrögðunum. Einnig má álykta að viðbrögðin hafi verið fullnægjandi og árangursrík: viðbrögð íslenskra yfirvalda komu í veg fyrir að enn fleiri sýktust, fleiri sjúkrahúslegur og dauðsföll. Þegar notkun viðbragðsáætlunarinnar er skoðuð má sjá að einungis hluti henni var virkjaður og þurfti að virkja til að geta tekist á við farsóttina á viðeigandi hátt. Það sem var virkjað var í samræmi við þá þörf að tryggja öryggi almennings sem og landsins; ekki var þörf fyrir víðtækari aðgerðir þar sem þessi farsótt var ekki af verstu gerð, eins og sett er fram í viðbragðsáætluninni. Ljóst er að hægt er að læra margt af þessari farsótt og hvernig var brugðist við henni. Þessi reynsla gerir yfirvöldum kleift að takast enn betur á við svipað hættuástand sem skapast getur í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HealthSecurity_IngaSif.pdf904.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna