is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13030

Titill: 
 • „Við erum hér til að ná árangri“ : rýnt í fagmennsku tungumálakennara í Skotlandi, Danmörku og Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar sem hér verður greint frá, er einkum tvíþætt. Annars vegar að skoða hvaða sýn kennararnir sem þátt tóku í rannsókninni, ég þar á meðal, hafa á vissa þætti fagmennsku sinnar og hvernig þeir túlka hana. Hins vegar að athuga aðstæður þeirra og möguleika til að efla sig í starfi. Tilgangurinn var þríþættur. Í fyrsta lagi vildi ég skoða sjálfa mig í ljósi þessara markmiða og nýta niðurstöðurnar til að efla fagmennsku mína. Í öðru lagi langaði mig til að kynnast viðhorfum kennara í öðrum löndum til mikilvægi endurmenntunar og fá sýn þeirra á fagleg vinnubrögð. Þriðji þátturinn var að kynna mér hvort kennararnir sem þátt tóku í rannsókninni, byggju við mismunandi aðstæður og hefðu þar af leiðandi misjafna möguleika til eflingar í starfi. Þeir þættir fagmennsku sem fjallað er um í þessari rannsókn geta átt við um alla kennara. En til að ná fram þeim markmiðum og tilgangi sem ég setti mér, valdi ég að taka einungis viðtöl við tungumálakennara þar sem ég hef sérhæft mig í tungumálakennslu.
  Rannsóknin fór fram haustin 2010 og 2011. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru hálfopin viðtöl og vettvangur kannaður, auk þess rýndi ég í opinber gögn og ígrundaði eigin vinnubrögð, hugarfar og aðstæður Viðtölin voru bæði formleg og óformleg. Viðmælendur mínir í rannsókninni voru tveir kennarar við danskan grunnskóla og tveir kennarar við skoskan skóla (high school). Einnig átti ég óformleg viðtöl við alla skólastjórana, þ.e. beggja erlendu skólanna og míns skóla, þess íslenska.
  Í ljós komu nokkuð ólík sjónarmið til fagmennsku ásamt ólíkum aðstæðum og möguleikum til endurmenntunar. Enginn kennari við rannsóknina tilheyrir aðeins einu tímabili fagmennsku samkvæmt skilgreiningum Fullan og Hargreaves. Starfskenningar kennaranna eru ólíkar þrátt fyrir að markmið þeirra allra sé svipað, að hjálpa nemendum við að ná árangri í námi. Einnig höfðu þeir mismunandi viðhorf til þess hvort - og þá hvernig - ástæða væri til að efla faglega færni sína og þekkingu en í því sambandi virðist skólastjóri gegna mikilvægu hlutverki.

 • Útdráttur er á ensku

  ”We are here to achieve results“: Professionalism reviewed with teachers in Scotland, Denmark and Iceland.
  The research presented here has two key objectives. Firstly it examines how participants to the study i.e. the teachers including the author view and interpret particular aspects of their professionalism and secondly the study aims to evaluate and examine the conditions and the opportunities that enable the teachers to develop within their profession. The purpose of the research was threefold. In the first instance I wanted to evaluate myself in light of the aforesaid objectives and use the findings to reinforce my professionalism. Secondly, I wanted to interact with teachers in other countries and in particular assess their attitudes to continuous education and professional development and thirdly, I wanted to evaluate if participants to the research i.e. the teachers experienced different conditions that possibly affected their opportunities to develop professionally. The elements of professionalism reviewed in the research can apply to all teachers. To achieve my objectives and purpose I chose to interview language teachers. The research took place in the autumn of 2010 and 2011. The research was a qualitative design that collected data through formal and informal semi-structured interviews, observations in the field and through the study of archives. I reviewed my own practises, opinions and conditions. My respondents were two teachers at a Danish primary school and two other teachers at a Scottish high school. In addition, I had informal interviews with all the schools headmasters i.e. both of the foreign schools as well as the headmaster of my own Icelandic school. Findings reveal different attitudes to professionalism. The same applies to the teachers circumstances and opportunities to continuous education. None of the teachers in this research belongs to only one of Fullan and Hargreaves definitions. The teachers‘ practical theories are disparate although they all aim to help students achieve educational results. They also had disparate views on if continuous education and professional development was necessary and if it was, then how should this be implemented. It seems that the headmaster plays an important role on that matter.

Samþykkt: 
 • 13.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nína Ýr 22.maí.pdf536.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna