is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13037

Titill: 
  • ADHD og mataræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er unnin úr íslenskum og erlendum heimildum og er tilgangur hennar að varpa ljósi á mataræði notað sem meðferð við ADHD og hver áhrif þess eru á börn sem greinst hafa með sjúkdóminn. Með greinargerðinni fylgir upplýsingabæklingur sem ætlaður er til að hjálpa foreldrum að notast við mataræðisinngrip við sjúkdómnum. Athyglisbrestur með ofvirkni er þroskaröskun á sviði ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrests. Í dag greinast um 7% barna með sjúkdóminn. Börn sem glíma við þessa röskun eiga mörg hver erfitt uppdráttar í daglegu lífi og því mikilvægt að þau fái viðeigandi meðferð. Einkenni ADHD eru oft meðhöndluð með lyfjum og eru þau oftast notuð, en tilætlaður árangur næst ekki hjá 30% barna. Atferlismótun er styðjandi meðferð sem hægt er að nota samhliða lyfjameðferð eða eina og sér ef röskunin er væg. Aðferðin getur dregið úr einkennum og létt úr tilfinningavanda sem fylgir röskuninni. Færst hefur í aukana að foreldrar styðjast við annars konar meðferðir. Í nýlegri rannsókn sögðust 71% foreldra barna hafa prófað að minnsta kosti eina óhefðbundna aðferð. Mataræðisinngrip höfðar til þeirra foreldra sem hafa áhyggjur af öryggi og árangri lyfja. Samkvæmt rannsóknum hafa aukaefni, litarefni og rotvarnarefni í fæðu slæm áhrif á börn með ADHD. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að börn með ADHD skortir langar fjölómettaðar fitusýrur, því lægri hlufall af omega-3 fitusýrum sem mælast í líkamanum, því alvarlegri er hegðunarröskunin. Vísbendingar eru einnig um að þau skorti sink, magnesíum og B6 vítamín. Í niðurstöðum erlendra rannsókna kom fram að það dró marktækt úr athyglisbresti, ofvirkni og hvatvísi minnkaði enn frekar hjá börnum sem tóku inn bætiefni. Framfarir urðu einnig í vitsmunaþroska og svefni. Auk þess batnaði minnið einnig hjá börnunum.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13037


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf269.45 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Bæklingur.pdf7.57 MBOpinnPDFSkoða/Opna