is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13038

Titill: 
  • Alþjóðavæðing klámsamfélagsins. Ógnir við kynlífsheilbrigði unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með aukinni tækni og hnattvæðingu hefur aðgengi ungmenna að kynlífstengdu efni aukist til muna. Ungmenni hafa svo til ótakmarkaðan að klámsíðum á veraldarvefnum og rannsóknir sýna að börn við 11 ára aldur hafa flest komist í tæri við klám að einhverju tagi. Þau skilaboð sem ungt fólk fær í gegnum fjölmiðla eins og t.d. sjónvarp, tímarit og netmiðla geta ógnað kynlífsheilbrigði þeirra og stuðlað að óheilbrigðri kynhegðun. Margbreytileikinn er þó mikill hvernig áherslur er lagðar á heilbrigt kynlíf. Taka verður mið af menningu og ríkjandi gildum auk þess sem hver og einn einstaklingur gengur í gegnum kynferðisþroskann á ólíkan hátt. Íslenskir unglingar byrja samt sem áður mjög snemma að stunda kynlíf, mun fyrr en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Rannsókn frá árinu 2007 sýndi að 35% íslenskra unglingsstúlkna byrjuðu að stunda kynlíf fyrir 15 ára aldur auk þess sem tíðni þungana meðal íslenskra unglingsstúlkna væri hæst á Norðurlöndunum.
    Áfengis-og vímuefnaneysla er líka einn þeirra þátta sem getur ógnað kynlífsheilbrigði unglinga enda alloft orsök þess að unglingar byrja snemma að stunda kynlíf. Til að stuðla að bættu kynheilbrigði verður að vera góð fræðsla um kynlíf svo einstaklingur geti myndað sér eigin viðhorf og skoðanir á því og hegðað sér í kynlífi á þann hátt að hann stuðli að vellíðan fyrir sig og rekkjunaut sinn.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elva Hreiðarsdóttir.pdf528.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna