is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13039

Titill: 
  • Skírn og trú? Viðhorf foreldra í námi á hugvísindasviði vorið 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu BA verkefni er farið yfir viðtöl sem tekin voru við foreldra í námi innan hugvísindasviðs Háskóla Íslands vorið 2012. Kannað var hvort að þessir foreldrar skírðu börn sín vegna trúar eða hefðar, eða hvaða leið var farið ef þau skírðu börn sín. Eins voru vangaveltur um hvort að þetta væri ákvörðun sem auðvelt væri að taka, þ.e. að foreldar væru á sama máli. Viðmælendur mínir voru innan heimspeki og guðfræðideildar og reyndist niðurstaðan vera nokkuð svipuð í báðum deildum. Tekin voru viðtöl við sex nemendur sem áttu samtals 10 börn og tvö fósturbörn. Af þessum 12 börnum eru níu skírð, og var það ekki alltaf vegna trúar heldur hefðarinnar vegna. Fram kom að hefðin skipar stórt hlutverk þegar ber að taka ákvörðun í nafngjöf ungbarna og skírnarkjóllinn notaður við athöfnina, hvort sem það er barnaskírn hjá þjóðkirkjunni, blessun hjá Hvítasunnukirkjunni, nafngjöf hjá Siðmennt eða í nafnfestu hjá Ásatrúarfélaginu. Eins var skoðað innvígslukenningar fræðimanna og hvernig helgisiðir fylgja manninum, hvort sem hann er trúaður eða trúlaus.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GFR26AL BA.pdf950.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna