is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13041

Titill: 
 • „Allt, allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér.“ Viðhorf og reynsla íslenskra kvenna af brjóstagjöf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknir sýna að brjóstagjöf er mikilvæg fyrir heilsu og þroska barna. Menningarbundnar hugmyndir um vonda brjóstamjólk eru þó vel þekktar og hafa áhrif á framvindu brjóstagjafar. Markmið rannsóknar var að öðlast skilning á reynsluheimi mæðra með börn á brjósti. Hugmyndir um misjöfn gæði brjóstamjólkur og áhrif þeirra á brjóstagjöf voru skoðaðar sérstaklega, sem og ástæður sem liggja að baki ákvörðun um að hætta brjóstagjöf. Tekin voru eigindleg viðtöl við mæður með reynslu af brjóstagjöf og þau skoðuð út frá femínískum kenningum um áhrif líkamlegrar reynslu á sjálfsmynd. Fjallað er um áhrif orðræðu og ímynda á viðhorf til brjóstagjafar. Helstu niðurstöður eru að þrátt fyrir að flestar mæðurnar teldu brjóstamjólk góða eru margar mótsagnakenndar hugmyndir uppi um áhrif á gæði og magn brjóstamjólkur sem geta haft áhrif á framvindu brjóstagjafar. Fræðsla um brjóstagjöf var gagnrýnd og henni talið ábótavant. Niðurstöður veita aukinn skilning á reynslu íslenskra mæðra af brjóstagjöf og áhyggjum þeirra af gæðum brjóstamjólkur. Þær geta nýst í fræðslustarfi til að stuðla að ánægjulegri brjóstagjöf móður og barns. Í hagnýtum skilningi styður rannsóknin við almenna heilsuvernd barna og mæðra, og kenningalega er hún framlag til mannfræði brjóstagjafar og kenninga um móðurhlutverkið.
  Lykilorð: brjóstagjöf, brjóst, brjóstamjólk, vond mjólk, femínismi, móðurhlutverk, mannfræði

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Research confirms that breast milk is important for the physical and cognitive development of children. Yet, culturally based ideas about bad breast milk are well known and consequently, not all mothers breastfeed as recommended. The aim of this research was to understand Icelandic woman´s breastfeeding experiences. In particular, ideas about bad breast milk and their potential effects on breastfeeding practices, together with other reasons for breastfeeding termination. Feminist theories about the role of embodied experience for self development were used to analyze qualitative interviews with mothers about their breastfeeding experience. Discourse´s and images influence on views to breastfeeding are furthermore a part of the thesis. Results indicate that most Icelandic women think of breast milk as good although controversial ideas about negative effects on breast milk quality and quantity may influence breastfeeding practices. Information on breastfeeding to expectant mothers were criticized. Results provide understanding on Icelandic women´s breastfeeding experiences, their concerns about breast milk quality and are useful for the promotion of successful breastfeeding for mother and child. Moreover, the research contributes to anthropology of breastfeeding and theories on motherhood.
  The research was funded with grants from the Icelandic Research Fund for Graduate Students and Assistantship Fund of the University of Iceland.
  Key words: breastfeeding, breast, breast milk, bad milk, feminism, motherhood, anthropology

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarnámssjóði Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.
Samþykkt: 
 • 14.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElinOsp_MA_brjostagjof_LOKA.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna