is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13046

Titill: 
  • Brotthvarf úr námi : upplifun og reynsla ungmenna á framhaldsskólastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Markmið þessa verkefnis var að fá að kynnast upplifun og reynslu fjögurra ungmenna á aldrinum 18-25 ára af því að hverfa á brott frá námi á framhaldsskólastig án hefðbundinna námsloka. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem einstaklingsviðtöl voru tekin við fjögur ungmenni, tvær stúlkur og tvo drengi. Ritgerðin byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar sem var framkvæmd í febrúar - mars 2012. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var: Hver er upplifun og reynsla viðmælanda af því að hverfa á brott frá námi á framhaldsskólastigi án hefðbundinna námsloka? Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að birtingarmynd brotthvarfsins hjá viðmælendum var á framhaldsskólastigi en vandann má að öllum líkindum rekja aftur til grunnskólaáranna. Neikvæð reynsla af grunnskólagöngu kom fram í orðum allra viðmælenda. Þrír þeirra töluðu um að erfitt hafi verið að hætta námi en einum sem bauðst starf taldi reynsluna af vinnunni vera mikilvægari en námið á þeim tíma. Val á námi sem hæfði ekki áhuga viðkomandi og fjárhagsvandræði voru algengar ástæður brotthvarfs og er það í samræmi við fyrri rannsóknir. Allir viðmælendur töldu menntun mikilvæga og voru með jákvæða afstöðu til frekara náms.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brotthvarf úr námi - upplifun og reynsla ungmenna á framhaldsskólastigi.pdf722.45 kBOpinnPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Brotthvarf á framhaldsskólastigi