en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1305

Title: 
 • Title is in Icelandic Hvaða áhrif hefur menntun á laun fólks?
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fyrstu vikur janúarmánaðar fór fram rannsókn í formi gagnaöflunar þar sem leitast var við að svara rannsóknarspurningunni sem lagt var upp með í byrjun. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvaða áhrif menntun hefði á laun fólks.

  Mælitækið, sem notast var við, voru gögn Kjararannsóknarnefndar og Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna á fimm starfsstéttum sem valdar voru af höfundi og deildarstjóra Launa- og kjaradeildar Hagstofu Íslands. Við undirbúning rannsóknarinnar var markmiðið að fá fram niðurstöðu um hvort það borgar sig að mennta sig í dag og hvaða önnur gildi menntun hefur fyrir einstaklinginn.
  Meginniðurstöður voru þær að menntun hefur áhrif á laun fólks. Heildarævitekjur eru hærri eftir því sem menntun er meiri þó svo að tekið sé tillit til fórnarkostnaðar við að afla sér menntunar. Einnig kemur fram að það eru önnur gildi sem fólk er að sækjast í með því að mennta sig, því samkvæmt rannsóknum eru vinnuaðstæður, starfsandi, virðing fyrir starfi og margt annað jákvæðara eftir því sem menntunin er meiri. Ljóst er af niðurstöðum rannsóknarinnar að menntun borgar sig þegar tekið er tillit til launa og annarra félagslegra og atvinnulegra þátta eins og staðan er í dag.

  Lykilorð:
  Menntun
  Laun
  Innri vextir - IRR
  Gildi menntunar
  Atvinnuástand

Accepted: 
 • Jan 1, 2006
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1305


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
menntunlaun.pdf405.1 kBOpenMenntun og laun - heildPDFView/Open