is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13050

Titill: 
  • Átraskanir og offta : áhættuþættir, meðferðir og forvarnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Átraskanir og offita er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði líkamlegar og andlegar. Tilgangur þessa lokaverkefnis er að leita svara við því hverjir helstu áhættuþættir eru fyrir átröskunum og offitu, hverjar helstu meðferðir eru og einnig er sjónum beint að forvörnum gegn átröskunum og offitu. Ýmsir kenningasmiðir hafa leitast við að skýra orsakir átraskana og offitu en ekki hefur þó tekist að finna einn ákveðinn áhættuþátt sem á við um alla einstaklinga, þar sem bakgrunnur og áhrifavaldar er misjafn. Helstu áhættuþættir fyrir átraskanir eru líffræðilegir, sálfræðilegir og samfélagslegir þættir ásamt fjölskyldu einstaklings. Helstu áhættuþættir fyrir offitu eru foreldrar einstaklings, erfðir og lífsstíll ásamt umhverfis og samfélagslegum þáttum. Misjafnt er hvaða meðferð hentar hverjum og einum þar sem kveikjan að þróun átraskana og offitu getur verið ólík eftir einstaklingum ásamt því að þeir eru mislangt leiddir. Þær meðferðir sem hafa skilað hvað mestum árangri við átröskunum eru hugræn atferlismeðferð og samskiptameðferð. Sú meðferð sem reynst hefur hvað best gegn offitu hjá börnum og unglingum er fjölskyldumeðferð. Forvarnastarf ætti að miða að því að rækta líkamsímynd og sjálfsmynd á heilbrigðan hátt og draga úr fordómum gagnvart fitu barna og unglinga í stað þess að nota forvarnir sem byggja á fræðslu og lífsreynslusögum.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Átraskanir og offita.pdf662.91 kBLokaður til...01.09.2132HeildartextiPDF