is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13054

Titill: 
  • „Að heyja stríð fyrir frið?“ Orðræðugreining á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um innrásina í Írak árið 2003 og loftárásirnar á Líbíu árið 2011
  • Titill er á ensku "To wage a war in the name of peace?" A discourse analysis of the Icelandic media's coverage surrounding the invasion in Iraq in 2003 and the air strikes on Libya in 2011
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er ljósi varpað á orðræðu íslenskra fjölmiðla um innrásina í Írak árið 2003 og loftárásirnar á Líbíu árið 2011. Markmiðið er ekki að kryfja raunverulega atburðarás hernaðaraðgerðanna, heldur að greina orðræðu íslenskra fjölmiðla, það er hvernig þeir fjölluðu um þær og hvaða hugmyndir birtust í umfjöllun þeirra, með sérstöku tilliti til réttlætingar á hernaðaraðgerðunum eða gagnrýni á þær. Mótunarhyggja, póststrúktúralismi, dagskrárvald fjölmiðla sem og innrömmunaráhrif mynda þann kenningaramma sem rannsóknin byggir á. Með því að tvinna saman hugmyndum þessara kenninga er fjallað um það hvernig við fáum upplýsingar um alþjóðamál í gegnum fjölmiðla og hvaða mögulegu áhrif þessi fjölmiðlaumfjöllun hefur haft á hugmyndir okkar um átökin. Í orðræðunni voru greind ákveðin þrástef. Varðandi innrásina í Írak voru fjögur þrástef greind: Óvinurinn Saddam Hussein: Harðstjóri og hryðjuverkamaður, Innrásinni miðar áfram, „Í hrópandi ósamræmi við vilja þjóðarinnar“ og „Stríðið sem við sjáum ekki.“ Varðandi Líbíu voru þrjú þrástef greind: Óvinurinn Moammar Gaddafi: Morðsjúki einvaldurinn og óði hundurinn, Mótmælendur í sviðsljósinu: Ljáðu félagsmiðlar almenningi rödd? og Klofningur í ríkisstjórn Íslands varðandi hernaðaraðgerðir í Líbíu. Þrástefin varpa ljósi á að í báðum tilfellum hefur orðræða íslenskra fjölmiðla mörg einkenni „stríðsorðræðu“ þar sem Saddam Hussein og Moammar Gaddafi voru rammaðir inn í hlutverk óvinarins. Þá átti sér stað ákveðin „öðrun“ og var áhersla lögð á þætti sem gerði einræðisherrana frábrugðna „okkur.“ Niðurstöður orðræðugreiningarinnar benda til að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um hernaðaraðgerðirnar í Írak og Líbíu rími við niðurstöður erlendra rannsókna, það er að fréttir af stríðsátökum séu gjarnan rammaðar inn á svipaðan hátt. Megin áhersla er lögð á að flytja fréttir af framgangi hernaðaraðgerðanna og stríðandi fylkingum. Um leið fer minna fyrir öðrum þáttum, eins og mannúðarsjónarmiðum eða umfjöllun um siðferðislegar hliðar átakanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this dissertation is to examine the discourse in the Icelandic media coverage surrounding the invasion of Iraq in 2003 and in comparison the air strikes on Libya in 2011. The focus is not on the actual invasion and air strikes but rather on how the Icelandic media discursively framed them, with a specific focus on arguments of justification and criticism. As the topic concerns both international relations and media studies, theories from both disciplines are utilised. The theoretical framework consists of constructivism, poststructuralism, agenda-setting and framing theory. The findings of relevant media research on the topic of war are also included. The media is the main source of information for events like war for most people and therefore our ideas of reality are constructed through the lense of the media. Certain discursive themes were analysed. In the case of the invasion of Iraq, four discursive themes were analysed: The enemy Saddam Hussein: The tyrant and terrorist, The progress of the invasion, “Out of touch with the will of the people” and “The war we don´t see.” In the case of of Libya, three discursive themes were analysed: The enemy Moammar Gaddafi: A ruler on a killing spree and the mad dog, The role of social media in the revolutions – the voice of the people? and The divide in the Icelandic government regarding the war in Libya. The discursive themes reveal that the Icelandic media coverage had many features of a “war discourse.” Saddam Hussein and Moammar Gaddafi were framed as a common enemy. Furthermore, a certain type of “Othering” took place, as elements were pointed out that made the dictators different from „us.“ The findings here are similar to the findings of foreign research regarding the media and war. The main emphasis was on the conflicts themselves and the two sides fighting. At the same time there was less emphasis on the humanitarian and moral sides of the conflicts.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
elinjorunn_maritgerd.PDF1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna