is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13057

Titill: 
  • Íslenska þingstjórnin 1999-2008
  • Titill er á ensku The Icelandic Parliamentary Democracy 1999-2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er gerð tilraun til að rannsaka íslensku þingstjórnina á árunum 1999-2008 í ljósi kenningarinnar um hina ábyrgu flokka. Jafnframt er gert grein fyrir margræðiskenningunni til að sýna annan valkost í rannsóknum á stjórnmálum. Kenningin um hina ábyrgu flokka gerir ráð fyrir að kjósendur framselji vald sitt til vel skipulagðra og ábyrgra stjórnmálaflokka. Hinir kjörnu fulltrúar bera svo ábyrgð gagnvart kjósendum. Tímarammi rannsóknarefnissins miðast við Alþingiskosningarnar árið 1999 og að falli íslensku bankanna árið 2008. Staða þingstjórnarinnar verður metin með þeirri aðferð að skoða einstaka atburði og gerendur. Tvær ákvarðanir sem teknar voru á tímabilinu verða skoðaðar sérstaklega. Það er annars vegar einkavæðing bankanna og hins vegar stuðningur við innrásina í Írak. Vísbendingar eru um íslenska þingstjórnin hafi veikst á tímabilinu þar sem brugðið var frá þeirri skýru ábyrgðarkeðju sem ábyrga flokkakenningin krefst að sé haldin í heiðri.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tryggvi Þór.pdf344.82 kBLokaður til...17.05.2132HeildartextiPDF