is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13062

Titill: 
 • Áhrif óhefðbundins námsmats í stærðfræði á námsárangur og viðhorf nemenda : samanburðarrannsókn gerð í framhaldsskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur. Kannað var hvort notkun óhefðbundins námsmats hafi áhrif á annars vegar námsárangur nemenda í stærðfræði og hins vegar á viðhorf nemenda til stærðfræðinnar.
  Gerð var samanburðarrannsókn á tveimur hópum sem rannsakandi kenndi í framhaldsskóla haustið 2011. Annar hópurinn var tilraunahópur og fékk óhefðbundið námsmat. Lögð var áhersla á leiðsagnarmat sem fólst meðal annars í að meta hópavinnu og vinnu nemenda. Að auki þurftu nemendur að kenna samnemendum sínum afmarkað efni. Hinn hópurinn var samanburðarhópur þar sem hefðbundið námsmat var viðhaft. Báðir hóparnir tóku sama lokapróf. Þrátt fyrir að aðferðir samanburðarrannsóknar hafi aðallega verið notaðar má segja að um blandaða aðferð hafi verið að ræða þar sem gagnaöflun var bæði megindleg og eigindleg. Megindlegi hlutinn snéri að öflun tölulegra gagna eigindlegi hlutinn fólst í huglægu mati á námi nemenda tilraunahópsins auk dagbókarskrifa. Það má segja að um nokkurs konar starfendarannsókn hafi verið að ræða þar sem rannsakandi var þátttakandi í rannsókninni sjálfri.
  Öflun gagna fór fram með ýmsum hætti. Í upphafi annarinnar var lagt fyrir alla nemendur stöðupróf og viðhorfskönnun. Yfir önnina voru ýmis verkefni lögð fyrir og í lok annar var aftur lögð fyrir viðhorfskönnun og niðurstaða á lokaprófi skipaði stóran sess. Að auki hélt rannsakandi dagbók þar sem hann ígrundaði framgang rannsóknarinnar, samskipti sín við nemendur og hugmyndir sem kviknuðu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu ekki mælanlegan mun á árangri nemenda í stærðfræði en munur kom í ljós á hópunum er varðar viðhorf til stærðfræðinnar. Nemendur sem fengu óhefðbundið námsmat voru mun jákvæðari heldur en þeir sem voru í samanburðarhópnum. Þeir urðu öruggari með sig gagnvart stærðfræðinni, sjálfstraust þeirra jókst og viðhorf til greinarinnar batnaði til muna.
  Nauðsynlegt er fyrir kennara að vera í sífelldri þróun og endurmeta kennsluhætti sína með það að markmiði að koma á móts við sem flesta nemendur. Þessi rannsókn var framlag rannsakanda til nauðsynlegs endurmats.

 • Útdráttur er á ensku

  The influence of alternative assessment on educational performance and students attitudes in mathematics.
  In this study conducted in a secondary school in Iceland’s capital region, the focus was both on using alternative assessment in mathematics and students’ opinion of mathematics. The main objective of the study was to examine whether students achievement in math would change if formative assessment was used and also whether student’s attitude towards math changes.
  The participants were the researcher’s students from the autumn term of 2011. Both a control group and an experimental group were created in accordance with controlled trial methods. Even though controlled trial methods were followed as closely as possible, part of the study was action research. Data collection consisted of a skill assessment exam in the beginning of the semester, questionnaires to determine student´s attitude towards mathematics, data from the classroom and final exam . The researcher also kept a research journal for the duration of the study. Attitude questionnaires were submitted by all students in the beginning and end of the semester.
  The study was split in four parts, group-work, self-assessment, formative assessment, student teach student.
  The study’s results showed no significant difference in academic performance between the two groups but the attitude had changed. The students from the experimental group were more positive both towards math and also to themselves as a learner in math.
  All diversity in education is beneficial and it is necessary for teachers to be aware of new findings and to reevaluate their teaching methods in order to be suitable as many students as possible. With increased emphasis on students’ collaboration the students appeared to have increased interest in living up to the group‘s overall goal and applying themselves to its achievement.

Samþykkt: 
 • 14.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna