Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13063
Ólögleg vímuefnaneysla og vandinn sem talinn er stafa af henni hefur oft verið talinn einn af helstu vandamálum sem herjar á nútímasamfélagið. Í þessari ritgerð eru helstu kenningarsjónarmið innan afbrotafræðinnar og kenningar fræðimanna innan þeirra teknar fyrir og skoðað hvernig þær sjá og túlka ólöglega vímuefnaneyslu. Til þess að gera sér betur grein fyrir vandanum er farið í skilgreiningar og hugtök á efnum sem tengjast ólöglegri vímuefnaneyslu. Einnig er farið yfir upphaf og þróun helstu efna. Skoðað er á hvaða forsendum þessi efni voru bönnuð í sínum tíma. Farið er yfir helstu stefnu stjórnvalda á Vesturlöndum gagnvart ólöglegri vímuefnaneyslu en þau hafa einkennst af hertum refsiaðgerðum og hernaðaraðgerðum gegn framleiðslu og innflutningi á ólöglegum vímuefnum. Þessi stefna er ekki talinn hafa náð settum árangri og ólögleg vímuefnaneysla virðist alltaf vera til staðar. Reynt er að meta bæði stefnu stjórnvalda og vandamálið eins og það birtist í dag út frá kenningarlegu sjónarhornunum. En kenningar innan afbrotafræðinnar geta útskýrt af hverju ólögleg vímuefnaneysla tengist oftar en ekki minnihlutahópum og versta neyslan er meðal undirmálshópa samfélagsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skúli Einarsson.pdf | 622.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |