en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13069

Title: 
 • Title is in Icelandic Sjálfstæði sveitarfélaga og ábyrg fjármálastjórn
 • Municipalities indipendence and responsible financial management
Submitted: 
 • October 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Viðfangsefni rannsóknarinnar er sjálfstæði sveitarfélaga og ábyrg fjármálastjórn þeirra og staða sveitarfélaga allt frá hinum fornu hreppum til stöðu sveitarfélaga á árinu 2012. Leitað er svara við fjórum megin rannsóknarspurningum sem settar eru fram til að leggja mat á hverjar séu helstu orsakir veikrar fjárhagsstöðu íslenskra sveitarfélaga.
  Umfjöllunin er tengd skoðunum fræðimanna á umboðskenningum m.a. um freistnivanda og hrakval og hvort unnt sé að styðjast við mismunandi framsetningu þeirra kenninga til að varpa ljósi á slæma fjárhagsstöðu íslenskra sveitarfélaga.
  Rannsóknin er byggð á eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem gögn og heimildir eru tekin til úrvinnslu og greiningar og þau lögð til grundvallar umfjölluninni í heild sinni.
  Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru að slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaga á Íslandi megi m.a. rekja til veikleika í stjórnkerfi þeirra, skorti á sérþekkingu sveitarstjórnarmanna, veiku embættismannakerfi, fyrirkomulagi kosninga og aukinna krafna íbúa og hagsmuna-samtaka. Þá staðfestir rannsóknin að skortur á eftirliti með fjármálum sveitarfélaga á sl. árum og áratugum og skortur á samráði ríkis og sveitarfélaga um samstilltar aðgerðir í efnahagsmálum hafa haft neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu íslenskra sveitarfélaga. Hins vegar leiðir rannsóknin í ljós að ekki er hægt að halda því fram að slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaga megi rekja til veikrar stöðu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu

Accepted: 
 • Sep 17, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13069


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skúli Þórðarson - MPA ritgerð.pdf1.06 MBOpenHeildartextiPDFView/Open