Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13071
Markmiðið með þessari ritgerð er að varpa ljósi á rekstur 52 safna á Íslandi árið 2010, en upplýsingar frá söfnum sem fylgja umsóknum til safnasjóðs eru lögð til grundvallar. Safnasjóður er sjóður á vegum ríkisins og er hlutverk hans að að efla starfsemi safna sem starfa undir safnalögum og alþjóðlegum siðareglum safna. Greining var gerð á söfnunum í heild og einnig út frá eignarhaldi og tegund starfsemi. Skoðaður var gestafjöldi, uppruni tekna, skipting tekna og gjalda, framlag safnasjóðs, gestafjöldi, faglegt starf og starfsmannamál. Safngestafjöldi var 959 þúsund þetta ár og voru heildartekjur safnanna 2.040 milljónir króna og meðaltekjur 39,2 m.kr. á safn. Af heildartekjum komu 65% frá sveitarfélögum, 10% frá ríkissjóði og 17% teknanna voru sjálfsaflafé safnanna.
Greiningin leiddi í ljós að söfn sem eru rekin af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa traustasta rekstrargrundvöllinn en athygli vekur að staða safna sem eru sjálfseignarstofnanir, og þá sér í lagi staða sérsafna sem eru sjálfseignarstofnanir, er að jafnaði lakari en staða safna í eigu sveitarfélaga. Móta þarf langtímastefnu í safnamálum hvað varðar opinbera styrkveitingu til safnastarfs t.a.m. með samningum til nokkurra ára við söfn sem ríkið vill styrkja. Er það forsenda þess að hagsmunaaðilar safnastarfs geti sett sér fagleg langtímamarkmið, unnið raunhæfar rekstraráætlanir og sett fram langtíma stefnumörkun fyrir þennan hluta innlends safnastarfs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ÞóraBÓ-Talnasafn.pdf | 2.85 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |