en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13072

Title: 
  • Title is in Icelandic Barnahermennska á dagskrá alþjóðastjórnmála. Réttindi barna og mannöryggi
Submitted: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Að nota börn yngri en 15 ára í vopnuðum átökum er nú viðurkennt sem alþjóðlegt öryggismál, stríðsglæpur og glæpur gegn mannúð eftir áratuga baráttu fjölmargra félagasamtaka fyrir því, sem fræðimenn og sérfræðingar hafa lagt lið. Bágstödd börn eru berskjölduð gagnvart misnotkun stríðandi aðila, lífi þeirra og öryggi er sífellt ógnað og réttindi þeirra virt að vettugi. Börnin eru oftast notuð sem hermenn af ólöglegum, ósvæðisbundnum, vopnuðum hópum eða uppreisnarherjum og meðferðin á þeim er hrottaleg. Ritgerðinni er ætlað að varpa ljósi á aðstæður, hlutverk og vanda barnahermanna. Áhersla verður lögð á að skoða orðræðu og kenningar fræðimanna og viðbrögð alþjóðasamfélagsins; sérstaklega hins borgaralega samfélags og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Leitað verður svara við því hvernig málaflokkurinn barnahermennska þróaðist frá því að vera mannúðar- og mannréttindamál í það að verða alþjóðlegt öryggismál. Kenningalegur bakgrunnur snýr að öryggiskenningum og kenningum um ný og gömul stríð. Alþjóðleg lagasetning í þágu barnahermanna verður rakin, birtingarmyndir barnahermennsku skoðaðar og sjónarhorni kynjafræðinnar beitt. Störfum frjálsra félagasamtaka og aðgerðum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn barnahermennsku er auk þess lýst og tímamótadómur Alþjóða sakamáladómstólsins í málaflokknum skoðaður. Niðurstöður benda til viðhorfsbreytinga fulltrúa ríkja í öryggisráðinu og frjáls félagasamtök eru lykildrifkraftar þeirrar þróunar, í náinni samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Kenningasmíðum um barnahermenn er áfátt þar sem bæði er skortur á kenningum sem taka á ólíkum aðstæðum kynjanna innan vopnaðra hópa, sem og öryggiskenningum um börn.

Accepted: 
  • Sep 17, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13072


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni.pdf622.59 kBOpenHeildartextiPDFView/Open