is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13075

Titill: 
  • Að sníða sér stakk eftir vexti : einstaklingsmiðað nám í vinnu með ADHD nemendum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðastliðnum árum hefur börnum sem greind eru með ADHD fjölgað. Niðurstöður rannsókna sýna að mikilvægt er að kennarar og aðrir starfsmenn skólakerfisins, jafnt sem foreldrar, séu meðvitaðir um einkenni ADHD og hvaða áhrif þau hafa á líðan nemenda, félagslegt samneyti og skólagöngu þeirra. Margt bendir til þess að hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og kennsluaðferðin einstaklingsmiðað nám henti vel þegar kemur að börnum með ADHD. Markmið þessarar ritgerðar er tvíþætt. Annars vegar að draga upp skýra mynd af nemendum með ADHD (athyglisbrest með ofvirkni) með það fyrir augum að skýra hvað kennarar þurfa að hafa í huga þegar þeir vinna með börnum með ADHD. Hins vegar að rýna í það hvernig hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám getur nýst kennurum við kennslu barna með ADHD. Til að svara markmiðum ritgerðarinnar eru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram: Hvað þurfa kennarar helst að hafa í huga þegar þeir vinna með börnum með ADHD? Hvernig geta kennarar komið til móts við þarfir barna með ADHD í gegnum einstaklingsmiðað nám? Í ritgerðinni eru einkennum ADHD gerð skil og áhrifum þeirra á skólagöngu nemenda með ADHD. Fjallað er um ríkjandi menntastefnu og um kennsluaðferðir einstaklingsmiðaðs náms. Komið er inn á samstarf skólaforeldra barna með ADHD og kennara. Að lokum er hlutverk kennarans dregið fram og þá sérstaklega hlutverk kennara barna með ADHD. Niðurstöðurnar eru þær að kennarar þurfa að vera meðvitaðir um einkenni ADHD og hvaða áhrif þau hafa á líðan nemendana, félagslegt samneyti og skólagöngu þeirra. Þarfir nemenda með ADHD eru fjölbreyttar og kennarar geta mætt þeim með því að skapa fjölbreytilegar námsaðstæður og aðlaga námsefni að þeim.

Samþykkt: 
  • 17.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ad_snida_ser_stakk_eftir_vexti.pdf332.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna