is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13076

Titill: 
  • Grenndaraðferð og grenndarkennsla : hugmyndir íslenskra skólamanna 1880–1936
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar er hugmyndir íslenskra skólamanna um grenndaraðferð og grenndarkennslu á árunum 1880–1936. Gengið var út frá rannsóknarspurningunni: Hvaða hugmyndir höfðu íslenskir skólamenn um grenndaraðferð og grenndarkennslu á árunum 1880–1936 og hvernig birtust þær í tímaritum á þeim tíma? Íslensk menntatímarit ásamt völdum almennum tímaritum frá þessum árum voru skoðuð með það að leiðarljósi að finna vísbendingar um viðfangsefnið. Efnisyfirlit tímarita var skoðað og allar greinar sem báru titla sem bentu til þess að í þeim mætti finna eitthvert efni tengt grenndaraðferð eða grenndarkennslu voru skoðaðar nánar. Hér er gerður sá greinarmunur á hugtökunum grenndarkennslu og grenndaraðferð að það fyrrnefnda vísar til þess þegar áhersla er lögð á að kenna nemendum um grenndina en grenndaraðferð á við það þegar viðfangsefni úr nágrenni eru nýtt sem uppspretta hugmynda og/eða samanburðar við kennslu. Í meginkafla ritgerðarinnar er greint frá öllum þeim heimildum sem fundust. Í ljós kom að íslenskir skólamenn höfðu talsverðar hugmyndir um ágæti þess að nýta grenndina við kennslu og rökstuddu kosti þess gjarnan með vísun í uppeldisfræðileg sjónarmið. Í skrifum nokkurra höfunda mátti þó greina þjóðerniskennd og áherslu á ættjarðarást. Nokkur munur var á því eftir tímabilum hversu margar greinar birtust um viðfangsefnið en helstu námsgreinar sem höfundar tengdu við grenndaraðferð og/eða grenndarkennslu voru saga, náttúrufræði, landafræði og átthagafræði. Sett er fram stutt ágrip um þá greinarhöfunda sem skrifuðu um viðfangsefnið og stuttlega er litið á tengingar milli helstu talsmanna þeirrar kennslunálgunar að nýta nágrennið eftir föngum og víkka svo sjóndeildarhringinn.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.8.2030.
Samþykkt: 
  • 17.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grenndaraðferð og grenndarkennsla - B.Ed. ritgerð 2012 - Ruth Margrét Friðriksdóttir.pdf451.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna