Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13079
Í þessari rannsókn voru tengsl milli gerenda og þolenda greind eftir einstaklingsbundnum þáttum gerenda og þolenda og aðstæðubundnum þáttum. Innihaldsgreindir voru 32 dómar frá sem birtir voru á tímabilinu 1981 til 2011. Tengsl gerenda og þolenda voru flokkuð eftir nánum tengslum, vina- eða kunningjatengslum og tengslum ókunnugra. Niðurstöður bentu til þess að það sé munur á tengslum gerenda og þolenda eftir þeim þáttum sem kannaðir voru. Það sem einkenndi manndráp sem áttu sér stað milli einstaklinga sem höfðu vina- eða kunningjatengsl eða engin tengsl var að gerendurnir voru ungir, einhleypir karlar með sakaferil að baki. Meirihluti þolendanna var sömuleiðis karlkyns og voru málsaðilar oftar en ekki undir áhrifum áfengis. Þessar niðurstöður falla vel að kenningunni um menningarkima ofbeldis sem gerir ráð fyrir því að í ákveðnum hópum ungra karla verði til viðmið og gildi sem réttlæti ofbeldi við ákveðnar kringumstæður. Það sem einkenndi manndráp sem áttu sér stað milli einstaklinga sem höfðu náin tengsl var að gerendurnir voru yfirleitt karlar sem brutu gagnvart núverandi eða fyrrverandi maka sínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Katrín Ýr Árnadóttir.pdf | 492.01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |