is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13086

Titill: 
  • Þjóðlegar fyrirmyndir. Notkun þjóðlegra tákna í hönnun
  • Titill er á ensku Ethnic Signs
Skilað: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Í þessu rannsóknarverkefni var notkun á þjóðlegum táknum skoðuð, hjá átta íslenskum hönnuðum. Þessir hönnuðir hafa allir hannað nytjahluti, þar sem þjóðleg tákn koma við sögu. Notkun á þjóðlegu tákni beinist að samfélaginu á tvo vegu. Í fyrsta lagi varðandi val á þjóðlegu tákni, því allir notuðu þeir söguleg tákn í þessum hlutum. Nútímalegar athafnir voru ekki notaðar sem táknmyndir Íslands. Í öðru lagi unnu þeir allir að því marki að hanna nýja vöru. Hugmyndir samfélagsins um nýbreytni og sköpun hafði leiðandi áhrif í þessum hönnunarferlum. Hugmyndafræðina um verslunarvöruna og þjóðleg tákn samþættu þeir síðan í hlutnum á einn eða annan máta. Þar komu sjónarmið þeirra og túlkun við sögu í útlitsmótun. Þó að samfélagslegt sjónarmið gnæfi hér yfir, þá var hugmyndafræðin frekar leiðbeinandi til verka. Þeir túlkuðu allir á sinn einstaka máta. Þrátt fyrir að val á þjóðlegu tákni hafi verið gert með tilliti til þjóðernisvitundar, þá höfðu táknin einnig merkingu fyrir hönnuðina sjálfa. Því val á þjóðlegu tákni var ekki fjarlægt lífi þeirra, heldur tengdist því á einn eða annan veg. Það hafði merkingu með tilliti til félagslegrar stöðu, markmiða, minninga eða annarrar persónulegrar reynslu.

  • Útdráttur er á ensku

    In this research the use of ethnic signs was examined with eight Icelandic designers. The designers had all designed functional objects where ethnic signs were used in some form or shape. What the designers had in common in their design process was how the use of the ethnic sign was directed towards the ideology of the society in two ways. First, regarding the choice of ethnic signs, because they all used historical signs in the designed objects. Modern behavior was not used to shine on the cultural identity of Icelanders. Secondly, they all aimed at creating a new product. The ideology that the community had about innovation and creativity was therefore a leading influence in the design process. They then integrated the ideologies that the community had about the commodity and ethnic signs into the design. Their own personal views and expression was also part of the design. Although societal perspectives dominated, the ideology was guiding in the design process. They interpreted each in their unique way. Although the selection of ethnic signs was done with ethnic consciousness they all had meanings for the designers themselves. The choice and use of the ethnic sign was part of their lives, it had a meaning with regards to social status, goals, memories or other personal experience.

Samþykkt: 
  • 17.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjóðlegar fyrirmyndir.pdf892.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna