is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13089

Titill: 
 • Gagnrýnin hugsun í listgreinakennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitast við að færa rök fyrir því að listgreinar geti boðið upp á heppilegt umhverfi og aðstæður til að efla gagnrýna hugsun nemenda. Tilgangur verkefnisins er sá að vekja athygli á slíkum möguleikum innan listfræðslu. Sú spurning sem leitað verður svara við er hvernig hægt sé að efla hugsun barna með markvissum hætti í listgreinakennslu og hvers vegna kennarar ættu að huga að því. Stuðst er við það álit margra fræðimanna að hefðbundin kennsla eða „áfylling“ upplýsinga sé ekki nógu þroskandi fyrir vitsmuni barna. Þessir sömu fræðimenn telja að þjálfa þurfi börn til gagnrýninnar og skapandi hugsunar til að geta tekist á við nútíma-samfélag sem verður flóknara með hverjum deginum sem líður.
  Að margra áliti eru listir og heimspeki tengd fög og leitað hefur verið til aðferða innan barnaheimspeki til að efla markvisst hugsun barna með heimspekilegri samræðutækni. Gagnrýnin og skapandi hugsun eru einnig mjög tengd hugtök og virðast vera tvær hliðar á sama peningi. Tilvalið er að nýta samspil gagnrýninnar og skapandi hugsunar þar sem auðvelt er að vekja skapandi hugsun í listum og virkja í leiðinni gagnrýna hugsun með samræðunni um listir. Að öllu jöfnu endurspegla listir samfélagið og mannlegar tilfinningar þannig að möguleikarnir fyrir djúpar og gagnlegar samræður eru óteljandi innan lista.
  Samkvæmt þeim fræðum sem hér er leitað til virðist heimspekileg samræða vera áhrifarík leið til að efla gagnrýna hugsun barna en einnig er litið til námsaðferða sem einkennast af rannsóknarhugarfari, tilraunum og samskiptum eða eins konar rannsóknarsamfélagi sem kallar á skapandi og gagnrýna hugsun. Viðhorf íslenskra kennara til þessarar nálgunar í listgreinakennslu voru skoðuð og niðurstöður sýna að þótt slík nálgun sé ekki útbreidd virðist vera talsverður áhugi meðal kennara að tileinka sér hana í sinni kennslu og sumir hverjir eru jafnvel komnir af stað með að gera tilraunir á vettvangi.

 • Útdráttur er á ensku

  Critical thinking in art education
  In this thesis an argument is made whether arts can provide both a beneficial environment and beneficial conditions towards stimulating critical thinking in students. The purpose of the project is to bring to light these possibilities within arts education. An answer will be sought to the question of whether it is possible to systematically strengthen children‘s thinking through arts education and why teachers should consider taking adequate action to do so. Many scholars‘ opinion is that a traditional education, or the „refilling of information“, does not sufficiently develop children‘s intellect. These same scholars believe that children must be trained in critical and creative thinking to be able to cope with a modern society that is getting more complicated each and every day. An opinion shared by many is that arts and philosophy are related subjects. Ways have been sought within the subject of children‘s philosophy to systematically stengthen children‘s thinking by using a philosophical dialogue. Critical and creative thinking are also related concepts and seem to be opposite sides of the same coin. The interaction between critcal and creative thinking can be conveniently used in arts education, as creative thinking can easily be promoted through arts and critical thinking can be activated through dialogue about arts. Arts usually reflect both the community and human emotion so the possibilities for a meaningful and useful dialogue are limitless. According to studies it seems that philosophical dialogue is an effective way to empower critical thinking in children. Other methods of education are studied that are characterized by reasearch-mindedness, experiments and communication or a sort of research community that calls out for creative and critical thinking. Icelandic teachers‘ attitude to this approach was assessed and the results indicate that the approach is not widely spread. Interest in the ideas put forth in this thesis appears to be considerable as many teachers consider applying these methods in the field and some have already started to do so.

Samþykkt: 
 • 17.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnrýnin hugsun í listgreinakennslu.pdf583.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna