Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13090
Í greininni eru raktir nokkrir þættir í þróun í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja frá 2003 til 2008. Þolendur þessa mikla hildarleiks sem efnahagshrunið er máttu sín lítils þegar allt var talið leika í lyndi. Þolendurnir töldu sig mega treysta því að grundvallarlögmál siðferðis væru virt í viðskiptum.
Eftirlitsaðilar á fjármálamarkaði eru stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og endurskoðendur fyrirtækjanna í umboði hluthafa. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið voru hinir opinberu eftirlitsaðilar. Allir þessir eftirlitsaðilar brugðust í aðdraganda hruns bankakerfsins þegar markaðsmisnotkun og eignarhaldsfélög voru notuð sem tæki til blekkinga. Þegar hulunni var svift af blekkingunni kom á daginn að ágirnd, hroki og þjónkun hafði valdið óbætanlegri ógæfu og tjóni þar sem var spilað og við borð lá framtíð lands og þjóðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
VB.grein.2011Rannsoknir_i_felagsvisindum_XII_Vidskiptafraedideild.pdf | 745,43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |