is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13096

Titill: 
 • "Ég vildi lesa þykka bók því ég hef bara lesið eitthvað svona mjóa" : viðhorf nemenda, sem læra undir merkjum byrjendalæsis til lesturs og ritunar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem hafði það markmið að kanna viðhorf nemenda, sem læra undir merkjum Byrjendalæsis, til lesturs og ritunar og hvað mótar viðhorf þeirra til námsins.
  Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð sem fyrst og fremst beinist að kennslu læsis í tveimur yngstu bekkjum grunnskóla. Samþætting lesturs, ritunar, hlustunar og tals er grundvöllur aðferðarinnar en einnig er lögð áhersla á markvissa kennslu orðaforða til að efla lesskilning.
  Rannsóknin var tilviksrannsókn í 2. bekk í þremur skólum. Tekin voru viðtöl við þrjá nemendur í hverjum skóla, kennara þeirra og foreldra. Einnig var farið í vettvangsheimsóknir og fylgst með kennslu Byrjendalæsis.
  Meginviðfangsefni rannsóknarinnar voru áhugahvöt og viðhorf nemenda til lesturs og ritunar. Til að varpa ljósi á hvaða þættir móta þau var sjónum beint að námsumhverfi, námsaðlögun, samvinnu nemenda og möguleikum þeirra til að hafa áhrif á lesefni og ritun.
  Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að viðhorf nemenda til náms í lestri og ritun væru jákvæð án þess að hægt væri að segja að einn þáttur öðrum fremur mótaði þau. Í viðtölum við nemendur og kennara kom fram að nemendur höfðu takmarkað val um viðfangsefni og leiðir í námi en það var þó misjafnt eftir skólum. Þá kom fram að nemendur höfðu skoðun á námsefni og leiðum í kennslu Byrjendalæsis en höfðu ekki miklar væntingar um að rödd þeirra hefði áhrif. Skipulag samvinnu var ólíkt eftir skólum og sama má segja um námsaðlögun. Það kom fram í rannsókninni að einstaka nemendur vinna að öðrum viðfangsefnum en bekkurinn þannig að námsefnið er ekki lagað að þörfum allra.
  Allir kennararnir lýstu ánægju sinni með Byrjendalæsið og töldu það henta flestum nemendum vel en tiltóku að aðferðin ætti sérstaklega vel við stráka og að námslega sterkir nemendur fengju fleiri tækifæri en áður.
  Í viðtölum við kennarana kom fram að þeir hugsuðu ekki markvisst um áhugahvöt nemenda þegar þeir skipulögðu kennsluna. Engu að síður notuðu þeir ýmsar aðferðir til að gera kennsluna fjölbreytta og skemmtilega. Ætla má að það, ásamt ánægju kennaranna með leiðir Byrjendalæsis, hafi haft góð áhrif á bekkjarstarfið og skilað sér til nemenda í gleði og jákvæðum viðhorfum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses a study in which the objective was to examine the attitudes of pupils, who learn according to the methods of Beginning Literacy, towards reading and writing, and to probe what forms their opinion towards studying.
  Beginning Literacy is a collective approach to teaching which is primarily aimed at teaching literacy in the first two grades of primary school. Integrating reading, writing, listening and talking is the basis of the method while also focusing strongly on teaching pupils vocabulary to increase their reading comprehension.
  The study was a case study undertaken in the second grade of three primary schools. Interviews were performed with three pupils in each school, their teacher and parents. Field visits were also undertaken where the teaching of Beginning Literacy was observed.
  The main focus of the study was motivation and the pupils’ attitudes towards reading and writing. To shed a light on what factors influence the pupil, the spotlight was pointed at the learning environment, learning adjustment, cooperation between pupils and their possibility to influence what material is read and written.
  The findings of the study suggest that the pupils' attitudes towards learning how to read and write were positive, it was, however, impossible to discern whether one factor influenced them more than others. In interviews with pupils and teachers, it was revealed that pupils had limited scope for choice on subjects and learning paths although that varied between schools. Furthermore, the study showed that the pupils had an opinion of the curriculum and the ways Beginning Literacy was being taught but did not expect that their opinion would have any influence on the matter. How cooperation was organised varied between schools and the same can be said of learning adjustment. The study showed that particular pupils work on other subjects than the rest of the class so the curriculum is not adjusted to the needs of everyone.
  All teachers expressed their satisfaction with Beginning Literacy and thought that it suited most pupils. They also expressed their view that the method suited boys particularly well and that pupils who were strong academically got more opportunities than before.
  The interviews with teachers revealed that they didn´t think systematically about the pupils' motivation when they organised their teaching. Nevertheless, they used various methods to make the teaching more varied and enjoyable. It is expected that this, along with the teacher's satisfaction with the ways provided in Beginning Literacy, have had a good impact on work in the class room and resulted in happier pupils and more positive attitudes.

Samþykkt: 
 • 18.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak pdf.pdf588.87 kBOpinnPDFSkoða/Opna