is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13097

Titill: 
  • Sýn skólastjóra grunnskóla á nýliða í starfi : „Þú þarft að geta flogið."
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á aðstæður nýbrautskráðra grunnskólakennara þegar þeir koma til starfa að námi loknu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig skólastjórar grunnskóla telja sig og skólasamfélagið mæta þörfum nýrra kennara og hvað þeir álíta að betur megi fara í innleiðingu nýliða í starfi.
    Rannsóknin fór fram skólaárið 2011‒2012 og fylgir eigindlegum rannsóknarhefðum. Leitað var svara við tveimur rannsóknarspurningum: Hver er sýn skólastjóra grunnskóla á nýliða í starfi og í hverju felast tækifæri og mögulegar hindranir við markvissa innleiðingu nýrra kennara? Gagna var aflað með hálfopnum viðtölum við sjö skólastjóra í einu af stærri sveitarfélögum landsins og nágrenni þess.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skólastjórar grunnskóla séu meðvitaðir um að nýbrautskráðir kennarar þurfi á stuðningi og eftirfylgni að halda þegar þeir koma til starfa að námi loknu og hafa fullan vilja til að taka vel á móti þeim. Innleiðingarferlið virðist samt sem áður oft vera fremur ómarkvisst. Það felur fremur í sér kynningu á ýmsum hagnýtum upplýsingum um skólastarfið við upphaf skólaárs og að útvega nýliðum leiðsagnarkennara án þess að þeir fylgi því frekar eftir hvernig sú leiðsögn fer fram. Skólastjórarnir álíta að skipulag leiðsagnar á fyrsta starfsári þurfi að vera markvissara og telja þeir að ekki sé staðið nægilega vel að þessum þætti skóla¬starfsins í dag. Þeir óska eftir aukinni tengingu kennaranema við starfsvettvang og auknu vægi vettvangsnáms í menntun kennara. Hindranirnar telja þeir að felist aðallega í forgangsröðun skólastjóra, tímaskorti og vöntun á skriflegum verkferlum um hvernig innleiðingunni skuli vera háttað. Í niðurstöðum eru vísbendingar um að skólastjórnendur eigi mikið verk óunnið við skipulagningu markvissrar fræðslu og stuðnings sem nær til alls fyrsta starfsárs nýbrautskráðra kennara. Sú fræðsla þarf að mati flestra skólastjóranna bæði að vera hagnýt og fagleg og vera til þess fallin að auka starfsþroska og öryggi nýliða. Ávinningur af slíkri vinnu er mikill, ekki aðeins fyrir nýliðann heldur skólasamfélagið í heild

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.12. 2012
Samþykkt: 
  • 18.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sýn skólastjóra á nýliða í starfi.pdf958.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna