is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13101

Titill: 
  • Húðþykktarmælingar líkamsræktarstöðva
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Maí 2012
Útdráttur: 
  • Á flestum líkamsræktarstöðvum í dag er boðið upp á húðþykktarmælingar, en við gerð þessara mælinga eru margar aðferðir notaðar og töldu höfundar þörf á að bera þær saman og skoða muninn þeirra á milli. Í kjölfarið gætu þær líkamsræktarstöðvar sem þátt tóku í rannsókninni samræmt sig og aukið gæði mælinga sinna.
    Þrjú líkamsræktarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu veittu samstarf við gerð rannsóknarinnar og voru í kjölfarið fimm líkamsræktarstöðvar þessara fyrirtækja heimsóttar og fylgst með aðferðum sex þjálfara. Aðferðir þessara þjálfara voru síðar greindar og þeim beitt ásamt 7 punkta aðferð Pollock á 20 manna úrtak, 10 konur og 10 karla á aldrinum 20-30 ára.
    Niðurstöður mælinganna leiddu í ljós að ekki reyndist vera marktækur munur í heildina á milli allra aðferðanna en að tvær þeirra skáru sig talsvert úr og gáfu marktækan mun í nokkrum samanburðargreiningum. Því telja höfundar ástæðu til að þjálfarar kynni sér niðurstöður þessarar rannsóknar og geri breytingar ef þeir telja þörf á.

Athugasemdir: 
  • Athugun á mismun húðþykktarmælinga líkamsræktarstöðva.
Samþykkt: 
  • 18.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Unnur og Salóme.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna