Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13102
Í þessari rannsókn var skoðuð keppnisframmistaða og geta í þroskaprófum hjá þroskahömluðum einstaklingum sem allir keppa í sér flokki, S14. Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt við gerð rannsóknarinnar þar sem sundmennirnir voru teknir í þroskapróf og einnig var frammistaða þeirra í keppni tekin upp á vídeó. Notuð var lýsandi tölfræði til að vinna úr gögnunum, þar sem notast var við exel og dartfish við úrvinnsluna. Gagnaöflun fór fram haustið 2011 í Laugardalslauginni og Ásvallalaug í Hafnafirði. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort tengsl finndust á milli þroskahömlunar og sundgetu hjá S14 sundmönnum, ef tengslin eru til staðar er ef til vill hægt að skipt þeim upp í fleiri flokka. Við notum sömu aðferðir og IPC notar til að ákvarða hvort þroskahamlaðir keppendur séu nægilega mikið fatlaðir til að taka þátt í mótum á vegum IPC. Rannsóknarspurningin sem stuðst var við er: Hefur stig þroskahömlunar áhrif á getustjórnun í sundi? Við teljum að hægt sé að finna tengingu þarna á milli en ekki er víst hvort prófin sem við notum séu nægilega nákvæm. Helstu niðurstöður voru þær að þroskaprófin sem notuð voru séu ekki nægilega góð til þess að flokka þroskahömluðu sundmennina frekar upp vegna þess hve fjölbreytt úrtakið var. Ætla má að til þess að fá nákvæmari niðurstöður megi afmarka úrtakið enn frekar með því að tilgreina nákvæmlega þá fötlun sem einstaklingarnir hafa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif þroskahömlunnar á sundgetu.pdf | 883.71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |