en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13105

Title: 
 • Title is in Icelandic Spil í kennslu : mannslíkaminn : námspil í líffræði.
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Lokaverkefni mitt er hönnun námspils í líffræði. Spilið heitir Mannslíkaminn og er ætlað fyrir mið- og unglingastig. Spilið er spurningaspil og eru 75 spurningar fyrir hvort stig. Spurningunum er skipt upp í fimm flokka og verða liðin að svara einni spurningu rétt um hvern flokk til þess að vinna spilið. Nemendur kasta teningi til þess að komast áfram og svara spurningu úr þeim flokki sem þau lenda á. Ef þeir svara spurningunni rétt fá þeir spjald fyrir þann flokk.
  Spilið er spilað af liðum og ýtir það undir að nemendur vinni saman og kemur í veg fyrir of mikla samkeppni nemenda. Liðsmenn geta rætt málin sín á milli og komist að sameiginlegri niðurstöðu.
  Markmiðið með gerð þessa spils var að búa til fræðandi og áhugavert spil sem eykur áhuga nemenda á mið- og unglingastigi á námsefninu sem tengist mannslíkamanum.
  Spilinu er ætlað að auka áhuga nemenda á námsefninu svo þeir afli sér frekari upplýsinga um efnið í námsbókum, fræðibókum og á internetinu. Spilið er best að nota sem upprifjun eða endurtekningu á námsefninu.
  Í Aðalnámskrá grunnskólanna er að finna áfangamarkmið fyrir 4., 7. og 10.bekk. Með því að spila spilið Mannslíkaminn er hægt að ná mörgum af þessum markmiðum.

Accepted: 
 • Sep 18, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13105


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Greinargerð - Lokaútgáfa.pdf513.02 kBLocked Until...2050/07/20GreinargerðPDF
Spurningar - miðstig - Lokaútgáfa.pdf403.06 kBLocked Until...2050/07/20ViðaukiPDF
Spurningar - unglingar - Lokaútgáfa.pdf415.77 kBLocked Until...2050/07/20ViðaukiPDF
Spilaborð.JPG2.62 MBLocked Until...2050/07/20ViðaukiJPEG
Safnspjöld.pdf199.32 kBLocked Until...2050/07/20ViðaukiPDF